Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 416, 155. löggjafarþing 331. mál: almannatryggingar (eingreiðsla til ellilífeyrisþega).
Lög nr. 136 28. nóvember 2024.
Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2024, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna. Um endurreikning eingreiðslu þessarar og meðferð of- og vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr. laganna.
Þingskjal 416, 155. löggjafarþing 331. mál: almannatryggingar (eingreiðsla til ellilífeyrisþega).
Lög nr. 136 28. nóvember 2024.
Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (eingreiðsla til ellilífeyrisþega).
1. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir sem eiga rétt á fullri greiðslu ellilífeyris skv. 16. eða 17. gr., sbr. 21. gr., og að teknu tilliti til almenns frítekjumarks skv. 1. málsl. 3. mgr. 22. gr. laganna á árinu 2024 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 70.364 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddan fullan lífeyri hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Við ákvörðun eingreiðslunnar skal það ekki hafa áhrif þótt lífeyrisþegi hafi ekki áunnið sér rétt til fulls lífeyris með búsetu hér á landi, sbr. 16. gr., og skal í þeim tilvikum litið svo á að um fullan lífeyri sé að ræða ef ekki kemur til lækkunar hans vegna tekna umfram hið almenna frítekjumark.Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2024, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna. Um endurreikning eingreiðslu þessarar og meðferð of- og vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr. laganna.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 18. nóvember 2024.