Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 415, 155. löggjafarþing 327. mál: Mannréttindastofnun Íslands (frestun gildistöku).
Lög nr. 138 28. nóvember 2024.
Lög þessi öðlast gildi 1. maí 2025. Ákvæði i–l-liðar 1. tölul. 12. gr. og ákvæði til bráðabirgða II öðlast gildi 1. janúar 2025.
Við samþykkt laga þessara skal hefja undirbúning að stofnun Mannréttindastofnunar Íslands, þar á meðal skal Alþingi kjósa fimm einstaklinga í stjórn til eins árs svo skjótt sem verða má og eigi síðar en fyrir lok 155. löggjafarþings. Skilyrði 3. mgr. 3. gr., um að ekki skuli kjósa fleiri en þrjá nýja fulltrúa í stjórn á hverjum tíma, á ekki við um kosningu samkvæmt þessu ákvæði.
Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands skal halda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd upplýstri með reglubundnum hætti um framgang undirbúnings að stofnun Mannréttindastofnunar Íslands.
a. (IV.)
Frá samþykkt laga þessara og fram til 1. maí 2025 skal það ráðuneyti sem fer með málefni réttindagæslu fyrir fatlað fólk tryggja að ekki verði rof á þjónustu réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Ráðuneytið skal tryggja samfellda þjónustu, m.a. með ráðningu starfsfólks tímabundið til að sinna réttindagæslu fatlaðs fólks og gerð tímabundins þjónustusamnings við Mannréttindaskrifstofu Íslands.
b. (V.)
Frá 1. maí 2025 færast skjöl sem varða störf réttindagæslumanna fatlaðs fólks til Mannréttindastofnunar Íslands.
Þingskjal 415, 155. löggjafarþing 327. mál: Mannréttindastofnun Íslands (frestun gildistöku).
Lög nr. 138 28. nóvember 2024.
Lög um breytingu á lögum um Mannréttindastofnun Íslands, nr. 88/2024 (frestun gildistöku).
1. gr.
11. gr. laganna orðast svo:Lög þessi öðlast gildi 1. maí 2025. Ákvæði i–l-liðar 1. tölul. 12. gr. og ákvæði til bráðabirgða II öðlast gildi 1. janúar 2025.
2. gr.
Við 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum bætist: til fjögurra ára.3. gr.
Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:Við samþykkt laga þessara skal hefja undirbúning að stofnun Mannréttindastofnunar Íslands, þar á meðal skal Alþingi kjósa fimm einstaklinga í stjórn til eins árs svo skjótt sem verða má og eigi síðar en fyrir lok 155. löggjafarþings. Skilyrði 3. mgr. 3. gr., um að ekki skuli kjósa fleiri en þrjá nýja fulltrúa í stjórn á hverjum tíma, á ekki við um kosningu samkvæmt þessu ákvæði.
Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands skal halda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd upplýstri með reglubundnum hætti um framgang undirbúnings að stofnun Mannréttindastofnunar Íslands.
4. gr.
Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:a. (IV.)
Frá samþykkt laga þessara og fram til 1. maí 2025 skal það ráðuneyti sem fer með málefni réttindagæslu fyrir fatlað fólk tryggja að ekki verði rof á þjónustu réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Ráðuneytið skal tryggja samfellda þjónustu, m.a. með ráðningu starfsfólks tímabundið til að sinna réttindagæslu fatlaðs fólks og gerð tímabundins þjónustusamnings við Mannréttindaskrifstofu Íslands.
b. (V.)
Frá 1. maí 2025 færast skjöl sem varða störf réttindagæslumanna fatlaðs fólks til Mannréttindastofnunar Íslands.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 18. nóvember 2024.