Fara í innihald

Kóralrif

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Fjölbreyttar dýrategundir við kóralrrif

Kóralrif[1] (eða kórallarif[2]) er fjölbreytt sjávarvistkerfi bundið saman af kalsíumkarbónati sem kórallar gefa frá sér. Steinkórallar með fjölda holsepa (e. polyps) mynda flest kóralrif. Frumur í húðþekju steinkóralla seyta kalsíumkarbónati sem myndar undirlag sem holseparnir standa á auk þess sem það er stoðgrind dýranna og vörn. Flestar kóraltegundir lifa í sambýli sem gerir að verkum að kóralrif stækka smám saman eitt kóralrif getur verið nokkur þúsund ár að myndast.[3]

Margar mismunandi tegundir kóralla má finna í einu kóralrifi en hver tegund gegnir sérhæfðu hlutverki í byggingu rifsins.[3] Kóralrif geta myndast á mismunandi sjávardýpi en ná sjaldan upp fyrir yfirborðið. Kóralrif hýsa mjög fjölbreytilegan hóp sjávardýra. Kóralrif þekja minna en 0,1% af yfirborði heimsins en 25% allra sjávardýrategunda lifa í eða við þau, þar á meðal fiskar, lindýr, ormar, krabbadýr, skrápdýr, svampdýr, möttuldýr og holdýr. Kóralrif geta blómstrað þótt lítið sé um næringarefni í vatninu í kringum þau.

Kóralrif eru mikilvæg fiskveiðum og verja strendur. Kóralrif eru mjög viðkvæm fyrir breytingum í umhverfinu svo sem breyttu hitastigi vatnsins í nágrenni þeirra. Margs konar hætta steðjar nú að kóralrifjum, m.a. loftslagsbreytingar, súrnun sjávar og vatnsmengun.

Heimildir

  1. „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls – kóralrif“. Sótt 15. maí 2017.
  2. „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls – kórallarif“. Sótt 15. maí 2017.
  3. 3,0 3,1 Svar við „Hvernig verða kórallar til?“ á Vísindavefnum. Sótt 15. maí 2017.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.