Örbylgjur
Útlit
(Endurbeint frá Örbylgja)
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með bylgjulengd á milli 1 millimetra og 1 metra. Bylgjurnar eru lengri en innrautt ljós en styttri en útvarpsbylgjur.
Örbylgjur eru mikið notaðar í tækni, svo sem til að hita mat í örbylgjuofnum, í fjarskiptabúnaði eins og Wi-Fi, ratsjármælingum, samskiptum við gervihnetti, stjörnuskoðun, og eindahröðlum.