Lopapeysa
Útlit
Lopapeysa er handprjónuð peysa úr íslenskri ull. Hefðbundnar lopapeysur eru í sauðalitum með tvíbönduðu mynstri á hringlaga herðastykki. Þær komu fyrst fram á 6. áratugi 20. aldar en óvíst er hvar og hvernig. Ein tilgáta er að mynstrin séu tilkomin vegna áhrifa frá perlusaumi á grænlenskum kvenbúningum og önnur að þau endurspegli áhrif frá peysum sem farið var að prjóna í Bohusléni í Suður-Svíþjóð á 5. áratugnum.
Sumir vilja eigna frú Auði Laxness hönnun lopapeysunnar, en engar heimildir finnast fyrir því og er því líklega um sögusögn að ræða þótt talið sé að hún hafi ásamt fleirum átt þátt í þróun peysunnar.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Soffía Valdimarsdóttir. „Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?“. Vísindavefurinn 23.8.2013. http://visindavefur.is/?id=62896. (Skoðað 23.8.2013).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Uppruni, þróun og hönnun íslensku lopapeysunnar (Ásdís Jóelsdóttir,2014)“ (PDF). Sótt 25. janúar 2016.
- „Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?“. Vísindavefurinn.
- Harpa Hreinsdóttir. „Íslenska lopapeysan“ http://harpa.blogg.is/2010-08-17/islenska-lopapeysan/ Geymt 2 júlí 2012 í Wayback Machine 17.8.2010
- Harpa Hreinsdóttir. „Hin eina sanna Eskimó peysa; í tilefni 80 ára afmælis? “http://harpa.blogg.is/2010-12-26/hin-eina-sanna-eskimo-peysa-i-tilefni-80-ara-afmaelis-3/ Geymt 5 júlí 2015 í Wayback Machine 26.12.2010
- Harpa Hreinsdóttir. „Hvað er íslenska peysa?“ Hvað er http://harpa.blogg.is/2010-12-28/hvad-er-islensk-peysa/ Geymt 10 mars 2016 í Wayback Machine 28.12.2010