Addons.mozilla.org (AMO), er opinbert vefsvæði Mozilla þar sem hægt er að finna viðbætur og setja þær upp í Firefox-vafrann. Viðbætur gera þér kleift að breyta og persónugera vafrið þitt með nýjum eiginleikum í Firefox, bættri virkni á vefefni og breytingum á útliti vafrans.
Ef þú ert að leita að viðbótum fyrir Thunderbird eða SeaMonkey, ættirðu að skoða addons.thunderbird.net eða addons.thunderbird.net/seamonkey.
Samfélag skapandi fólks
Viðbæturnar sem eru útlistaðar hér hafa verið útbúnar af þúsundum forritara og hönnuða víðs vegar að úr heiminum, allt frá sjálfstæðum tómstundagrúskurum til stórfyrirtækaj. Sumar víðbætur sem taldar eru upp hér á AMO hafa verið gefnar út með sjálfvirkum kerfum og gætu þurft að ganga í gegnum yfirferðarferli hjá teymi prófarkalesara um leið og þær birtast opinberlega.
Taktu þátt
Mozilla er einn veigamesti drifkraftur internetsins, við byggjum Firefox til að halda því heilbrigðu, opnu og aðgengilegu. Viðbætur auka valkosti notendanna og ýta undir fjölbreytileika Firefox, þú getur lagt þitt af mörkum á eftirfarandi vegu:
- Útbúðu þína eigin viðbót. Við útvegum ókeypis hýsingu og uppfærsluþjónustur og getum hjálpað þér að ná til mikils fjölda notenda.
- Hjálpaðu til við að bæta þetta vefsvæði. Kóðinn er opinn öllum og þú getur tilkynnt galla og sent inn bætur. Þú getur byrjað á góðum fyrsta galla eða skoðað allar opnar verkbeiðnir fyrir netþjóna og viðmót/framenda AMO á Github.
- Viltu eiga samskipti við addons.mozilla.org (AMO) í gegnum forritun? Skoðaðu hjálparskjöl viðbótanetþjónanna til að sjá nánari upplýsingar um API-kerfisviðmótin sem AMO notar auk upplýsinga um Viðbótastjórann.
Ef þú hefur áhuga á að leggja þitt af mörkum, en ert kannski ekki svo tæknilega þenkjandi, þá eru samt leiðir til að hjálpa:
- Taktu þátt á spjallsvæðinu okkar.
- Settu inn umsagnir um eftirlætisviðbæturnar þínar. Höfundar viðbóta eru líklegri til að bæta viðbæturnar sínar og að útbúa nýjar ef þeir vita að fólk kunni að meta vinnuna þeirra.
- Segðu fjölskyldu og vinum að Firefox sé hraðvirkur, öruggur vafri sem verndi persónuupplýsingar þeirra og sem þau geti aðlagað að sínum þörfum.
Til að skoða fleiri leiðir til að leggja þitt af mörkum í samfélaginu í kringum viðbæturnar, ættirðu að skoða wiki-síðurnar okkar.
Tilkynna um vandamál
Ef þú finnur vandamál með vefsvæðið, þætti okkur vænt um að laga það sem fyrst. Settu inn verkbeiðni og hafðu með eins mikið af upplýsingum og auðið er.
Til að tilkynna öryggisveilu í forritsauka, jafnvel þótt hann sé ekki hýstur á þessum vef, skaltu endilega senda inn verkbeiðni á Bugzilla eða í tölvupósti til amo-admins@mozilla.com. Allar tilkynningar um öryggisvandamál eru trúnaðarmál.
Fá aðstoð
Ef þig langar að læra meira um hvernig eigi að sýsla með viðbætur í Firefox, eða hvernig hægt sé að fá almenna aðstoð með Firefox, ættirðu að heimsækja aðstoðargátt Mozilla. Ef þú finnur engin svör þar, geturðu spurt á spjallsvæði notendanna okkar.
Hér er hægt að finna upplýsingar um hvernig hægt sé að hafa samband við viðbótateymi Mozilla.