Lokað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Við munum opna aftur fyrir skráningu á biðlista 1. október nk.

  Aðalfundur 2024

  Næstu mót

Skráning í mót
Leiðbeiningar
Árgjald, starfsemi, mótadagsetiningar ofl.
  07.03.2025

Ágætu félagar.

Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.

Skráning í klúbbinn og greiðsla árgjalds:

Innheimta árgjalda fer fram í gegnum Sportabler. Við minnum á að greiðsluseðlar vegna árgjalda birtast í netbanka sem: Æfingagjöld – Greiðslumiðlun Íslands.

Enn eru nokkrir sem hafa ekki greitt útsenda greiðsluseðla og ekki greitt árgjaldið með öðrum hætti. Við lítum svo á að þeir sem hafa ekki greitt árgjaldið, að hluta eða öllu leyti, með einhverjum slíkum hætti við lok dags þann 15. mars nk. séu hættir í klúbbnum. Það eru mjög margir á biðlista eftir inngöngu í klúbbinn og við viljum geta svarað þeim aðilum sem fyrst.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Við munum opna aftur fyrir skráningu á biðlista 1. október nk.

Fjöldi félaga og aðgengi að vellinum:

Félögum hefur fjölgað talsvert á sl. árum. Til þess að vega á móti þeirri fjölgun ætlum við sem fyrr að sleppa öllum samningum við fyrirtæki.

Við munum enn fremur, líkt og gert hefur verið undanfarin ár, hafna öllum beiðnum um að taka frá rástíma fyrir fyrirtæki og hópa.

Kvittanir fyrir árgjöldum:

Þeir sem vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjalds geta nálgast kvittunina í Sportabler. Enn fremur er hægt að senda beiðni á gse@gse.is.

Mótaskrá 2025:

28. maí – Forkeppni bikars.
21. júní – Jónsmessa.
23. júní – Afmælismót - Opið 9 holu mót.
28. júní – Opna Vera Design kvennamótið.
6. til 12. júlí – Meistaramót.
2. ágúst – Innanfélagsmót. Texas Scramble.
4. ágúst – Opna Setbergsmótið.
15. ágúst – Innanfélagsmót – fótboltamótið.
30. ágúst – Bangsamótið.
4. október – Bændaglíma.

Á mánudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir konurnar í klúbbnum (kvennatímar).
Á þriðjudögum verða fráteknir nokkrir rástímar fyrir karlana í klúbbnum (karlatímar).

Dagskráin fyrir sumarið hjá kvenna- og karlaklúbbnum verður kynnt í vor.

Konur í klúbbnum eru hvattar til þess að skrá sig í kvennaklúbb GSE á Facebook.
Karlar í klúbbnum eru hvattir til þess að skrá sig í karlaklúbb GSE á Facebook.

Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar:

Upplýsingar um starfsemi klúbbsins í sumar verða sendar/birtar með eftirfarandi hætti:

  • Undir liðnum fréttir/mikilvæg skilaboð á Golfbox.
  • Á Facebook-síðunni Allir í GSE. Við hvetjum alla félaga að gerast aðilar að þeim hópi.
  • Á heimasíðu klúbbsins www.gse.is.

Ekki verða sendir fleiri tölvupóstar í sumar. Hægt er að breyta stillingum á Golfbox og velja þar að fá tilkynningar sem birtar eru á Golfbox sendar með tölvupósti úr kerfinu (Hlekkur á leiðbeiningar).

Stjórnin.

Aðalfundur GSE
  08.11.2024

Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs fyrir starfsárið 2024 verður haldinn miðvikudaginn 27. nóvember n.k.

Fundurinn verður haldinn að Flatahrauni 3, Hafnarfirði (salur félags eldri borgara í Hafnarfirði).

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 19:00.

Dagskrá:

Í upphafi aðalfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu.

 

1. Skýrsla formanns.

2. Kynning á skoðuðum ársreikningi félagsins.

3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.

4. Lagabreytingar.

5. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.

6. Stjórnarkosning.

6.1. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.

6.2. Kosning formanns.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna.

8. Önnur málefni ef einhver eru.

 

Þeir félagar sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu þurfa að tilkynna um framboð sitt með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins gse@gse.is fyrir kl. 18:00 þann 16. nóvember 2024.

Upplýsingar vegna haustkomu
  19.09.2024

Ágætu félagar.

Við viljum vekja athygli á nokkrum atriðum.

Ef það er næturfrost verður tekið út af sumarflötum á morgnana og því óheimilt að leika inn á sumarflatirnar á meðan. Í stað þess verður leikið inn á vetrarflatir. Þetta er gert til þess að vernda sumarflatirnar. Um leið og frost er farið úr jörðu verður fært inn á sumarflatir að nýju. Við lokum fyrir skráningu á rástímum fram til klukkan 10:00 þegar við metum miklar líkur á næturfrosti.

Ef við sjáum fram á slæmt veður og litla skráningu þá verðum við ekki með starfsfólk í ræsishúsi.

Bændaglíman verður haldin þann 5. október nk. Sjá á golf.is undir mótaskrá.

Við minnum félaga á að ganga vel um völlinn, jafna aftur sand í glompum, leggja aftur torfusnepla og laga boltaför á flötum.

Stjórnin.

Meistaramót 2024 - Rástímar
  03.07.2024

Metþátttaka er í meistaramótinu en 173 félagar eru skráðir til leiks.

Rástímar fyrir sunnudag og miðvikudag hafa verið birtir í Golfbox. Á meðfylgjandi skjali má sjá hvernig ræst verður út aðra daga. Reynt var að gæta jafnræðis við val á rástímum innan dagsins.

Skoða rástíma

Meistaramót GSE 2024
  24.06.2024

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs verður haldið 7. - 13. júlí

Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is undir mótaskrá.

Skráningu lýkur sunnudaginn 30. júní klukkan 23:59.

Öldungaflokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla og kvenna, leika í þrjá daga frá sunnudeginum 7. júlí til þriðjudagsins 9. júlí.

Aðrir flokkar leika í fjóra daga frá miðvikudeginum 10. júlí til laugardagsins 13. júlí.

Ekki verður hægt að velja rástíma heldur verður ræst út eftir flokkum. Þetta þýðir að keppendur leika alla dagana með öðrum úr sínum flokki.

Leikið verður í eftirtöldum flokkum:
Karlar:
Meistaraflokkur karla: +[x]–6,5 – höggleikur (teigar: 56).
1. flokkur karla: 6,6 - 10,4 – höggleikur (teigar: 56).
2. flokkur karla: 10,5 – 15,3 – höggleikur (teigar: 56).
3. flokkur karla: 15,4 - 20,5 – höggleikur (teigar: 56).
4. flokkur karla: 20,6 - 29,5 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
5. flokkur karla: 29,6 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 60 – 70 ára - punktakeppni með forgjöf (teigar: 52).
Öldungaflokkur karla: 70 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).

Konur:
Meistaraflokkur kvenna: +[x]–10,9 – höggleikur (teigar: 52).
1. flokkur kvenna: 11,0 – 18,9 – höggleikur (teigar: 46).
2. flokkur kvenna: 19,0,5 – 24,9 – höggleikur (teigar: 46).
3. flokkur kvenna: 25,0 – 28,9 – höggleikur (teigar: 46).
4. flokkur kvenna: 29,0 – 36,0 – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).
5. flokkur kvenna: 36,1 og hærri – punktakeppni með forgjöf (teigar: 46)
Öldungaflokkur kvenna: 60 ára og eldri - punktakeppni með forgjöf (teigar: 46).

Þátttökugjald:
Kr. 5.500 fyrir þá flokka sem spila fjóra daga.
Kr. 4.500 fyrir þá flokka sem spila þrjá daga.

Eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu mun nánara fyrirkomulag á útræsingu verða birt. Horft verður til jafnræðis milli flokka við ákvörðun á rástímum innan dagsins eins og frekast er unnt. Stjórn áskilur sér rétt til þess að breyta framangreindri flokkaskiptingu ef skráning gefur tilefni til.

  Styrktaraðilar