Þorsteinn Thorarensen
Útlit
Þorsteinn Thorarensen (26. ágúst 1927 – 26. október 2006) var íslenskur blaðamaður, bókaútgefandi og þýðandi. Hann stofnaði bókaútgáfuna Fjölva árið 1966. Fjölvi er einkum þekktur fyrir að hafa fyrstur hafið skipulega útgáfu á myndasögum í bókarformi á íslensku þegar fyrsta bókin í bókaflokknum Ævintýri Tinna kom út árið 1971.
Þorsteinn var afkastamikill þýðandi og má sjá sterk höfundareinkenni á þýðingum hans. Sérstaka athygli vakti húmorinn í Ástríksbókunum sem hann þýddi og gaf út og var stundum sagt að þær væru fyndnari á íslensku en á frummálinu.
Eiginkona Þorsteins var Sigurlaug Bjarnadóttir kennari og alþingismaður og eignuðust þau þrjú börn.