1203
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1203 (MCCIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 13. apríl Guðmundur góði Arason tók biskupsvígslu í Niðarósdómkirkju í Noregi.
- Hallur Gissurarson varð lögsögumaður.
- Jón Grænlendingabiskup kenndi Íslendingum að gera vín úr krækiberjum eftir uppskrift Sverris konungs, að því er segir í Biskupasögum.
Fædd
- Jón murtur Snorrason, sonur Snorra Sturlusonar (d. 1231)
- Krákur Hrafnsson frá Eyri við Arnarfjörð, sonur Hrafns Sveinbjarnarsonar (d. 1238).
Dáin
- Þóra eldri Guðmundsdóttir, húsfreyja á Valþjófsstað og Svínafelli.
- Þorkell Skúmsson, ábóti í Saurbæjarklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 17. júlí - Fjórða krossferðin hertók Konstantínópel. Alexíus 3. keisari flúði í útlegð.
- Háskólínn í Siena á Ítalíu stofnaður.
- Erkibiskupinn í Písa á Ítalíu lét flytja 53 skipsfarma af mold frá Jerúsalem í kirkjugarðinn Campo Santo til að framliðnir fengju að hvíla í helgri mold.
Fædd
Dáin