1995
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1995 (MCMXCV í rómverskum tölum) var 95. ár 20. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Embætti umboðsmanns barna tók til starfa á Íslandi.
- 1. janúar - Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið.
- 1. janúar - Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar til að taka við af GATT-samningalotunum.
- 1. janúar - Draupnisaldan var mæld í Norðursjó við Noreg og staðfesti tilvist risaalda.
- 6.-7. janúar - Eldur braust út í íbúðabyggingu í Manila á Filippseyjum. Lögreglumenn fundu tölvu og sprengiefni með lýsingu á Bojinkaáætluninni um stórfellda hryðjuverkaárás. Höfuðpaurinn, Ramzi Yousef, var handtekinn skömmu síðar.
- 6. janúar - Fyrsta vefútgáfa norsks dagblaðs kom út þegar Brønnøysunds Avis hóf útgáfu á netinu.
- 9. janúar - Valeríj Poljakov setti met í dvöl í geimnum eftir að hafa verið 366 daga í geimstöðinni Mír.
- 16. janúar - Snjóflóð féll á Súðavík með þeim afleiðingum að 14 fórust.
- 16. janúar - Mesta vindhviða á Íslandi mældist á Gagnheiðarhnúk, 74,2 m/s.
- 17. janúar - Um 5500 manns fórust og yfir 300 þúsund misstu heimili sín í öflugum jarðskjálfta í borginni Kobe í Japan.
- 25. janúar - Norðmenn sendu upp tilraunaeldflaug til að rannsaka norðurljósin með þeim afleiðingum að varnarkerfi Rússlands fór í gang og varaði við kjarnorkuárás.
- 25. janúar - Ítalski stjórnmálaflokkurinn Alleanza nazionale var stofnaður á grunni nýfasistaflokksins MSI.
- 28. janúar - Hundruð þúsunda flúðu heimili sín þegar árnar Rínarfljót, Móselá, Main-fljót, Sieg, Meuse, Waal og Signa flæddu yfir bakka sína.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Richey Edwards, söngvari velsku hljómsveitarinnar Manic Street Preachers, hvarf af hóteli sínu í Bayswater í London.
- 5. febrúar - 42 cm há stytta af Maríu frá Međugorje í Civitavecchia á Ítalíu hóf að gráta blóði.
- 6. febrúar - Geimskutlan Discovery flaug í 11 metra fjarlægð frá geimstöðinni Mír.
- 13. febrúar - 21 Bosníuserbi var ákærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni af mannréttindadómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna.
- 15. febrúar - Kevin Mitnick var handtekinn af FBI sakaður um að hafa brotist inn í nokkrar af öruggustu tölvum Bandaríkjanna.
- 21. febrúar - Fjórir fangaverðir og 96 fangar voru myrtir í uppreisn í Serkadji-fangelsi í Alsír.
- 21. febrúar - Þrír meðlimir Front national í Frakklandi myrtu Kómoreyinginn Ibrahim Ali.
- 21. febrúar - Steve Fossett varð fyrstur til að fljúga einn í loftbelg yfir Kyrrahaf þegar hann lenti í Leader í Kanada.
- 23. febrúar - Dow Jones-vísitalan náði í fyrsta sinn yfir 4000 stig við lokun.
- 26. febrúar - Barings-banki í Bretlandi varð gjaldþrota.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Julio María Sanguinetti tók við embætti forseta Úrúgvæ í annað sinn.
- 1. mars - Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Vladislav Listjev var myrtur í Moskvu.
- 1. mars - Fyrsta leitarviðmót Yahoo! leit dagsins ljós.
- 2. mars - Nick Leeson var handtekinn fyrir sinn þátt í því ad kollsetja Baringsbanka.
- 3. mars - Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu lauk.
- 6. mars - Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um fátækt og félagslegt misrétti hófst í Kaupmannahöfn.
- 11. mars - Sænski íshokkíleikmaðurinn Peter Karlsson var myrtur af nýnasista í Västerås.
- 12. mars - Uppþotin í Gazi í Istanbúl hófust.
- 16. mars - Mississippi staðfesti Þrettánda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um bann við þrælahaldi.
- 20. mars - Hryðjuverkasamtökin Aum Shinrikyo slepptu saríngasi í 5 neðanjarðarlestar Tókýó með þeim afleiðingum að 12 létust og 5.500 særðust.
- 22. mars - Valeríj Poljakov sneri aftur til jarðar eftir að hafa dvalið 438 daga í geimnum.
- 24. mars - Í fyrsta sinn í 26 ár voru engir breskir hermenn á verði á götum Belfast á Norður-Írlandi.
- 26. mars - Schengensáttmálinn gekk í gildi.
- 31. mars - Bandarísk-mexíkóska söngkonan Selena var myrt af fyrrum starfsmanni sínum, Yolanda Saldívar.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl - Dialog Telekom hóf rekstur fyrsta GSM-nets Srí Lanka.
- 3. apríl - Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins var stofnuð af Boris Jeltsín forseta Rússlands.
- 5. apríl - Bandaríska kvikmyndin The Last Supper var frumsýnd.
- 7. apríl - Bandaríska teiknimyndin Guffagrín var frumsýnd.
- 7. apríl - Fyrra Téténíustríðið: Rússneskar hersveitir drápu 103 almenna borgara í Samashki.
- 8. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 18. apríl - Rox var fyrsta sjónvarpsþáttaröðin sem dreift var á netinu.
- 19. apríl - Sprengjutilræðið í Oklahómaborg: Sprengja sprakk í Alfred. P. Murrah-byggingunni í Oklahómaborg. 169 manns fórust.
- 24. apríl - Gilbert Murray var myrtur með bréfsprengju frá Unabomber.
- 28. apríl - 101 fórst þegar gassprenging varð á byggingarsvæði í Daegu í Suður-Kóreu.
- 30. apríl - Bandaríkjastjórn hætti fjármögnun NSFNET. Þar með var Internetið orðið að fullu einkavætt.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí- Króatíski herinn hóf Bljesakaðgerðina gegn Króatíuserbum í Krajinahéraði.
- 1. maí - Oriental Pearl Tower var opnaður í Sjanghæ.
- 1. maí - Jacques Chirac var kosinn forseti Frakklands.
- 10. maí - 104 námamenn létu lífið í gullnámu í Orkney, Suður-Afríku, þegar lest hrundi niður námaop.
- 11. maí - Yfir 170 lönd samþykktu ótakmarkaða framlengingu Samnings um að dreifa ekki kjarnavopnum.
- 13. maí - Hljómsveitin Secret Garden sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1995 með laginu „Nocturne“.
- 14. maí - Dalai Lama lýsti því yfir að Gedhun Choekyi Nyima væri 11. endurfæðing Panchen Lama.
- 14. maí - Team New Zealand vann Ameríkubikarinn í San Diego með 5-0 sigri á heimaliðinu, Stars and Stripes.
- 16. maí - Shoko Asahara, leiðtogi Aum Shinrikyo, var handtekinn við Fujifjall.
- 17. maí - Jacques Chirac tók við embætti sem forseti Frakklands.
- 17. maí - Shawn Nelson ók skriðdreka um götur San Diego í Bandaríkjunum.
- 19. maí - Bandaríska kvikmyndin Die Hard with a Vengeance var frumsýnd.
- 21. maí - Jóhannes Páll 2. páfi tók Jan Sarkander í dýrlinga tölu í Olomouc í Tékklandi.
- 23. maí - Forritunarmálið Java var kynnt almenningi.
- 24. maí - AFC Ajax sigraði Meistaradeild Evrópu með 1-0 sigri á AC Milan.
- 25. maí - Ísafjarðarkirkja var vígð.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 2. júní - Mrkonjić Grad-atvikið: Scott O'Grady var skotinn niður yfir Bosníu.
- 2. júní - SS-maðurinn Erich Priebke var framseldur til Ítalíu.
- 6. júní - Stjórnarskrárréttur Suður-Afríku afnam dauðarefsingar.
- 13. júní - Jacques Chirac tilkynnti að Frakkar myndu hefja á ný kjarnorkutilraunir í Frönsku Pólýnesíu.
- 14. júní - Gíslatakan í Búdjonnovsk: Téténskir skæruliðar tóku milli 1500 og 1800 gísla á sjúkrahúsi í Búdjonnovsk í Rússlandi.
- 20. júní - Olíufyrirtækið Royal Dutch Shell lét undan þrýstingi og hætti við að sökkva olíuborpallinum Brent Spar.
- 22. júní - Tamílamálið: Fyrrum dómsmálaráðherra Danmerkur, Erik Ninn-Hansen, var dæmdur sekur.
- 23. júní - Bandaríska teiknimyndin Pócahontas var frumsýnd.
- 24. júní - Mafíuforinginn Leoluca Bagarella var handtekinn á Ítalíu.
- 24. júní - Suður-Afríka sigraði Heimsbikarmótið í ruðningi.
- 28. júní - Alþingi samþykkti endurskoðun mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar í samræmi við ákvörðun hátíðarfundar þingsins á Þingvöllum 17. júní árið áður. Meðal annars var skýrar kveðið á um félagafrelsi til að tryggja rétt manna til að standa utan félaga og tjáningarfrelsi kom í stað prentfrelsis áður.
- 29. júní - Lisa Clayton lauk við hnattsiglingu sína eftir 10 mánuði. Hún var fyrsta breska konan sem sigldi ein umhverfis jörðina.
- 29. júní - Geimskutlan Atlantis tengdist geimstöðinni Mír í fyrsta skipti.
- 29. júní - Sampoong-verslunin í Seúl hrundi með þeim afleiðingum að 501 létust og 937 særðust.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júlí - John Major var kjörinn leiðtogi Breska íhaldsflokksins.
- 9. júlí - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: 125 létust þegar flugher Srí Lanka varpaði sprengjum á kirkju í Navaly.
- 10. júlí - Aung San Suu Kyi var leyst úr stofufangelsi í Mjanmar.
- 11. júlí - Fjöldamorðin í Srebrenica: Hersveitir Bosníuserba undir stjórn Ratko Mladić, hertóku Srebrenica myrtu þúsundir karla og drengja og nauðguðu konum.
- 17. júlí - Samsetta Nasdaq-vísitalan lokaði í yfir 1000 stigum í fyrsta sinn.
- 18. júlí - Eldgos hófst í Soufriere Hills-eldfjallinu á Montserrat og stendur enn.
- 21. júlí - Þriðja Formósusundsdeilan hófst þegar her Alþýðulýðveldisins Kína skaut eldflaugum í hafið norðan við Taívan.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 2. ágúst - Fyrstu kuldaskil Hvíta jarðskjálftans gengu yfir Chile.
- 3. ágúst - Airstan-atvikið: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska Iljúsínþotu til að lenda í Kandahar.
- 4. ágúst - Króatíuher hóf Stormaðgerðina gegn Króatíuserbum í Krajinahéraði.
- 7. ágúst - Stormaðgerðinni lauk með vopnahléi. Hersveitir Serbnesku Krajina gáfust upp í kjölfarið.
- 10. ágúst - Tveir tengdasynir Saddams Hussein flúðu frá Írak til Jórdaníu þar sem þeir sóttu um hæli.
- 13. ágúst - Slysið á K2 1995: Sex fjallgöngumenn létust í stormi á niðurleið af tindi K2.
- 16. ágúst - Vafri Microsoft, Internet Explorer, kom út.
- 16. ágúst - Íbúar Bermúda höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 17. ágúst - Sænski táningurinn John Hron var barinn til bana af fjórum nýnasistum á táningsaldri.
- 18. ágúst - Bandaríska kvikmyndin Mortal Kombat var frumsýnd.
- 24. ágúst - Microsoft gaf út stýrikerfið Windows 95.
- 30. ágúst - NATO hóf sprengjuárásir á her Bosníuserba í Bosníu og Hersegóvínu.
- 30. ágúst - Dauðarefsingar voru aftur teknar upp í New York-fylki eftir 18 ára hlé.
September
[breyta | breyta frumkóða]- September - DVD-diskar voru kynntir til sögunnar.
- September - Jacob Söderman var kjörinn fyrsti umboðsmaður Evrópusambandsins.
- 3. september - Uppboðsvefurinn eBay var stofnaður.
- 4. september - Fjórða heimsráðstefna kvenna var sett í Beijing í Kína.
- 6. september - Loftárásir NATO á Bosníuserba héldu áfram eftir að friðarumleitanir báru engan árangur.
- 8. september - Króatíuher hóf Mistralaðgerðina í vesturhluta Bosníu og Hersegóvínu.
- 19. september - Bandarísku dagblöðin The Washington Post og The New York Times birtu yfirlýsingu frá Unabomber.
- 23. september - Argentínumaðurinn Bill Gaede var handtekinn í Arisóna og kærður fyrir iðnaðarnjósnir.
- 26. september - Réttarhöld yfir Giulio Andreotti vegna mafíutengsla hófust á Ítalíu.
- 27. september - Hópur málaliða undir stjórn Bob Denard framdi valdarán á Kómoreyjum og náðu forsetanum, Said Mohammed Djohor, á sitt vald.
- 28. september - Króatíuher myrti níu aldraða Króatíuserba í þorpinu Varivode.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 3. október - O. J. Simpson-réttarhöldin: O. J. Simpson var sýknaður af ákæru fyrir morðið á Nicole Simpson og Ronald Goldman.
- 4. október - Frakkar sendu herlið til að handtaka málaliðann Bob Denard sem framið hafði valdarán á Kómoreyjum.
- 12. október - Sænska kvöldblaðið Expressen sagði frá því að Mona Sahlin, fyrrum atvinnumálaráðherra, hefði notað greiðslukort ríkisins til að greiða fyrir einkaneyslu.
- 16. október - Milljónagangan, mótmælaganga þeldökkra Bandaríkjamanna til Washington D.C., fór fram.
- 17. október - Jeanne Calment sló met sem elsta kona heims samkvæmt skrám þegar hún náði 120 ára og 238 daga aldri.
- 18. október - Hafist var handa við að reisa Eyrarsundsbrúna.
- 23. október - Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn.
- 26. október - Snjóflóð féll á Flateyri með þeim afleiðingum að 20 létust.
- 28. október - 289 létust í eldsvoða í neðanjarðarlestarstöð í Bakú í Aserbaísjan.
- 30. október - Naumur meirihluti felldi tillögu um að sækjast eftir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - NASA missti samband við geimkönnunarfarið Pioneer 11.
- 1. nóvember - Samningaviðræður stríðandi fylkinga í borgarastyrjöldinni í Júgóslavíu hófust í Dayton, Ohio.
- 4. nóvember - Yitzhak Rabin forsætisráðherra Ísraels var skotinn til bana af öfgasinnuðum Ísraela.
- 6. nóvember - Fyrsta skjákortið frá 3dfx Interactive var kynnt á ráðstefnunni COMDEX.
- 7. nóvember - Fellibylurinn Angela gekk yfir Filippseyjar og Víetnam með þeim afleiðingum að 882 fórust. Vindhraðinn náði 58 m/s með hviðum upp í 80 m/s.
- 10. nóvember - Nígeríska leikskáldið og umhverfisverndarsinninn Ken Saro-Wiva var hengdur af Nígerskum stjórnvöldum ásamt 8 öðrum úr MOSOP.
- 16. nóvember - Stríðsglæpadómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna kærði Radovan Karadžić og Ratko Mladić fyrir þjóðarmorð.
- 18. nóvember - Jóakim Danaprins gekk að eiga Alexöndru Manley.
- 19. nóvember - Bandaríska teiknimyndin Leikfangasaga var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 21. nóvember - Dayton-samningarnir sem bundu endi á Bosníustríðið voru samþykktir í Wright-Patterson-flugstöðinni nálægt Dayton, Ohio í Bandaríkjunum.
- 22. nóvember - Breski raðmorðinginn Rosemary West var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð á 10 konum og stúlkum.
- 24. nóvember - Stöð 3 hóf útsendingar. Hún sameinaðist Stöð 2 tveimur árum síðar.
- 25. nóvember - Írar samþykktu að heimila skilnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 28. nóvember - Bill Clinton afnam 55 mph (89 km/klst) hámarkshraða á tilteknum vegum í Bandaríkjunum.
- 30. nóvember - Javier Solana var skipaður yfirmaður NATO.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - Bandaríska kvikmyndin Things to Do in Denver When You're Dead var frumsýnd.
- 3. desember - Verkföll lömuðu opinbera geirann í Frakklandi.
- 6. desember - Bill Clinton tilkynnti að 1500 bandarískir hermenn yrðu sendir til Bosníu-Hersegóvínu og Króatíu á vegum NATO.
- 7. desember - Geimkanni Galileos fór inn í lofthjúp Júpíters.
- 8. desember - Carl Bildt var skipaður sáttasemjari Evrópusambandsins í fyrrum Júgóslavíu.
- 14. desember - Dayton-samningarnir voru undirritaðir í París.
- 15. desember - Dæmt var í máli belgíska atvinnuknattspyrnumannsins Jean-Marcs Bosmans.
- 15. desember - Innleiðing evrunnar sem almenns gjaldmiðils var ákveðin á fundi í Madríd.
- 20. desember - American Airlines flug 965 fórst í Kólumbíu. Af 164 farþegum lifðu 4 slysið af.
- 30. desember - Lægsti hiti sem mælst hefur í Bretlandi, −27.2 °C, mældist í Altnaharra í Skosku hálöndunum.
- 31. desember - Síðasta myndasagan um Kalla og Kobba eftir Bill Watterson birtist í dagblöðum.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet var stofnað.
- Íslenska barnabókin Áfram Latibær! kom út hjá Æskunni.
- Körfuknattleiksfélag ÍBV var stofnað.
- Ítalska hljómsveitin Prozac+ var stofnuð.
- Skoska hljómsveitin Biffy Clyro var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin Foo Fighters var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Geitin sjálf, íslenskur tónlistarmaður.
- 16. janúar - Takumi Minamino, japanskur knattspyrnumaður.
- 19. janúar - Frederik Schram, danskur knattspyrnumaður.
- 21. janúar - Nguyễn Công Phượng, víetnamskur knattspyrnumaður.
- 1. febrúar - Eygló Ósk Gústafsdóttir, íslensk sundkona.
- 6. febrúar - Leon Goretzka, þýskur knattspyrnumaður.
- 8. febrúar - Joshua Kimmich, þýskur knattspyrnumaður.
- 8. febrúar - Hjörtur Hermannsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 18. febrúar - Rúnar Alex Rúnarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 21. febrúar - Clara Klingenström, sænsk söngkona.
- 27. febrúar - Kosuke Nakamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1. mars - Elín Metta Jensen, íslensk knattspyrnukona.
- 1. mars - Genta Miura, japanskur knattspyrnumaður.
- 5. apríl - Sei Muroya, japanskur knattspyrnumaður.
- 12. maí - Luke Benward, bandarískur gamanleikari.
- 16. maí - Nguyễn Tuấn Anh, víetnamskur knattspyrnumaður.
- 27. júní - Glódís Perla Viggósdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 3. júlí - Bergþór Másson, íslenskur hlaðvarpsstjórnandi.
- 12. júlí - Luke Shaw, enskur knattspyrnumaður.
- 14. júlí - Serge Gnabry, þýskur knattspyrnumaður.
- 22. ágúst - Dua Lipa, ensk söngkona.
- 10. september - Jack Grealish, enskur knattspyrnumaður.
- 21. október - Doja Cat, bandarísk tónlistarkona.
- 3. nóvember - Kendall Jenner, bandarísk fyrirsæta.
- 2. desember - Kalvin Phillips, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 9. janúar - Souphanouvong, forseti Laos (f. 1909).
- 9. janúar - Valdimar Indriðason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 2. febrúar - Fred Perry, breskur tennisleikari (f. 1909).
- 31. mars - Selena, bandarísk söngkona (f. 1971).
- 12. apríl - Pétur J. Thorsteinsson, íslenskur sendiherra (f. 1917).
- 25. apríl - Ginger Rogers, bandarísk leik- og söngkona (f. 1911).
- 5. maí – Mikhaíl Botvinnik, rússneskur stórmeistari í skák og heimsmeistari (f. 1911).
- 9. maí - Tage Ammendrup, íslenskur dagskrárgerðarmaður (f. 1927).
- 15. maí - María Markan, íslensk óperusöngkona (f. 1905).
- 24. maí - Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands (f. 1916).
- 28. maí - Gunnar Huseby, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1923).
- 23. júní - Jonas Salk, bandarískur vísindamaður (f. 1914).
- 29. júní - Lana Turner, bandarísk leikkona (f. 1921).
- 3. júlí - Árni Björnsson, Íslenskt tónskáld og hljóðfæraleikari (f. 1905).
- 4. júlí - Eva Gabor, ungversk-bandarísk leikkona (f. 1919).
- 16. júlí - Torfi Bryngeirsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1926).
- 28. ágúst - Michael Ende, þýskur rithöfundur (f. 1929).
- 9. október - Alec Douglas-Home, forsætisráðherra Bretlands (f. 1903).
- 22. október - Kingsley Amis, bandarískur rithöfundur (f. 1922).
- 4. nóvember - Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels (f. 1922).
- 4. nóvember - Gilles Deleuze, franskur heimspekingur (f. 1925).
- 10. nóvember - Ken Saro-Wiva, nígerískur rithöfundur og manréttindahöfundur (f. 1941).
- 16. nóvember - Ellý Vilhjálms, íslensk söngkona (f. 1935).
- 22. nóvember - Daníel Á. Daníelsson, íslenskur læknir og þýðandi (f. 1902).
- Eðlisfræði - Martin L. Perl, Frederick Reines
- Efnafræði - Paul J Crutzen, Mario J Molina, F Sherwood Rowland
- Læknisfræði - Edward B Lewis, Christiane Nüsslein-Volhard, Eric Wieschaus
- Bókmenntir - Seamus Heaney
- Hagfræði - Robert Lucas Jr
- Friðarverðlaun - Joseph Rotblad, Pugwash samtökin um vísindi og alþjóðamál