Fara í innihald

Asetýling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Asetýling á Salisýlsýru yfir í Aspirín.

Asetýling lýsir efnahvarfi, sem bætir asetýlefnahópum inn í efnasambönd. Asetýling er mikilvæg í frumulíffræði vegna þess að asetýlhópar geta kveikt og slökkt á próteinum og genum.

Asetýling á viði gerir við sterkari og endingarbetri

Hægt er að herða við með asetýlingu þannig að hann rotni síður og grotni og verði harðari. Í viði eru hópar efnasambanda sem kölluð eru frjáls hýdroxyl og þessi efnasambönd draga í sig og losa vatn eftir því umhverfi sem viðurinn er notaður í. Það er aðalástæða þess að viður bólgnar út og skreppur saman. Einnig er talið að niðurbrot á viði af völdum ensíma sem stýrast af frjálsum hýdroxylum sé aðalástæða fyrir að viður skemmist. Asetýling breytir frjálsum hýdroxýlum í viðnum í asetýl hópa. Það er gert með að baða við úr ediksýruanhýdríð (acetic anhydride) sem kemur úr ediksýru. Þegar hin frjálsu hýdróxýl hópur umbreytist í asetýlhóp þá minnkar mjög mikið sá eiginleiki viðs til að draga í sig raka og viðurinn verður stöðugri og endingarbetri.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.