Fara í innihald

Borgari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borgari er persóna sem býr á ákveðnum stað. Talað er um ríkisborgara sem þá persónu sem hefur ríkisborgarétt í ákveðnu ríki. Annað dæmi er heimsborgari, sem er sá sem er víðförull og hefur átt — eða á — heima á mörgum stöðum. Áður var orðið „borgari“ notað um mann, sem hafði keypt sér svokallað borgarabréf, en í því fólst réttur til að stunda verslun og viðskipti.

Í annarri merkingu, þá er borgari stytting fyrir Hamborgari, sem getur bæði þýtt einhvern frá Hamborg í Þýskalandi eða um ákveðna tegund af kjöti, oftast hakkað nautakjöt, sem er sett milli tveggja brauðsneiða. Í fyrri merkingunni er orðið ritað með stóru „H“ en í þeirri síðari með litlu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.