Fara í innihald

Beykiætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beykiætt
Járneik (Quercus ilex).
Járneik (Quercus ilex).
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Beykiætt (Fagaceae)
Undirættir og ættkvíslir

Beykiætt (fræðiheiti: Fagaceae) er ætt blómplantna sem meðal annars inniheldur beyki og eikur. Ættin inniheldur um 927 tegundir í 8 ættkvíslum. Beykiætt er meðal vistfræðilega mikilvægustu ætta á Norðurhveli því eikur eru lykiltegundir í skógum tempraða beltisins í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.

Útlit og einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Flestar tegundir af beykiætt eru sumargræn tré eða runnar. Laufin eru stakstæð og fjaðurstrengjótt. Einkynja blóm vaxa á reklum og aldinið er yfirleitt hneta. Laufin eru oft sepótt og yfirleitt hafa þau bæði blaðstilk og axlablöð. Lauf plantna af beykiætt geta líkst laufum tegunda af rósaætt og skyldum ættum. Aldinin hafa ekki fræhvítu og hver hneta inniheldur eitt til sjö fræ.

Margar tegundir af beykiætt eru efnahagslega mikilvægar. Eikartegundir (Quercus), kastaníur (Castanea) og beykitegundir (Fagus) eru notaðar sem timbur í gólf, húsgögn, skápa og tunnur. Korkur er unninn úr berki korkeikarinnar (Quercus suber). Kastaníuhnetur koma af trjám af ættkvíslinni Castanea. Tegundir úr nokkrum ættkvíslum eru ræktaðar til skrauts og yndisauka. Trjáskífur úr beyki er einnig stundum notað til að bragðbæta bjór.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.