Gjálp og Greip
Útlit
Gjálp og Greip voru dætur Geirraðar í norrænni goðafræði. Þegar Þór fór til Geirröðargarða, þurfti hann að fara yfir ána Vimur, og stóð Gjálp beggja vegna ár og jók árvöxtinn. Þór tók stein og grýtti hana svo stemmdi árvöxtinn.[1] Gjálp og Greip reyndu svo að kremja Þór milli þaks og stóls en brutu bak sér við það.
Gjálp þýðir hin öskrandi og Greip grip.[2] Hvorutveggja nöfnin eru í upptalningu jötunmæðra Heimdalls.[3]
Eldstöðin Gjálp í Vatnajökli er nefnd eftir Gjálp Geirröðardóttur. Hún gaus haustið 1996 og í kjölfarið kom mikið jökulhlaup úr Grímsvötnum sem olli tjóni á brúm og vegum á Skeiðarársandi. Hlaupið minnti menn á flóðið sem Gjálp beindi að Þór á sínum tíma og því fékk eldstöðin þetta nafn.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Skáldskaparmál, kafli 26“. www.heimskringla.no. Sótt 27. nóvember 2023.
- ↑ Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
- ↑ „Hyndluljóð (Flateyjarbók), kafli 36“. www.heimskringla.no. Sótt 27. nóvember 2023.