Fara í innihald

Kalksteinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kalksteinn með steingervingum

Kalksteinn er setberg sem er að mestu úr leifum stoðgrinda fornra sjávardýra, s.s. kóralla, götunga (kalkþörunga) og skeldýra. Kalksteinn inniheldur aðallega steindirnar kalsít og aragonít, sem eru mismunandi kristölluð form kalks eða kalsíumkarbónats (CaCO3). Um tíundi hluti alls setbergs í heiminum er kalksteinn en hann er fáséður á Íslandi. Vatn og daufar sýrulausnir leysa kalkstein upp á löngum tíma og því getur landslag á kalksteinssvæðum orðið ólíkt flestu öðru. Flest stærstu hellakerfi heimsins eru í kalksteinslögum.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.