Fara í innihald

Jamie Lee Curtis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jamie Lee Curtis
Jamie Lee Curtis í júní 2010
Jamie Lee Curtis í júní 2010
Upplýsingar
Fædd22. nóvember 1958 (1958-11-22) (66 ára)
Ár virk1979 -
Helstu hlutverk
Laurie Strode í Halloween myndunum
Wanda Gershwitz í A Fish Called Wanda
Helen Tasker í True Lies
Hannah Miller í Anything But Love

Jamie Lee Curtis (fædd 22. nóvember, 1958) er bandarísk leikkona og barnabókahöfundur sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Halloween myndunum, A Fish Called Wanda og True Lies.

Curtis er fædd og uppalin í Los Angeles, Kaliforníu og er af dönskum og ungverskum-gyðinga uppruna. [1] [2]

Foreldrar hennar eru leikararnir Janet Leigh og Tony Curtis. Curtis hefur verið gift leikaranum Christopher Guest síðan 1984 og saman eiga þau tvö börn sem þau ættleiddu.

Curtis stundaði nám í félagsráðgjöf við Háskólann við Pacific í Stockton, Kaliforníu árið 1976. Hætti hún eftir aðeins eina önn til þess að koma leiklistarferli sínum á framfæri.

Curtis er bloggari fyrir Huffington Post vefsíðuna.[3]

Þann 3. september 1998 var Curtis heiðruð með stjörnu á Hollywood Walk of Fame, stjarnan er staðsett við 6600 Hollywood Blvd.

Góðgerða og pólitísk málefni

[breyta | breyta frumkóða]

Í mars 2012, kom Curtis fram ásamt Martin Sheen og Brad Pitt í uppfærslu Dustin Lance Black á leikritinu 8 sem fjallar um hjónabönd samkynhneigða. Sýningin var haldin við Wilshire Ebell Theatre og var sýnd á Youtube til að safna fjárframlögum fyrir samtökin American Foundation for Equal Rights. [4][5]

Curtis var heiðursgestur á fjáröflunarsamkomu árið 2003 fyrir Women in Recovery, Inc. samtökin sem hjálpa konum í neyð. Hefur hún einnig unnið mikið fyrir Children Affected by AIDS Foundation þar sem hún hefur verið kynnir á Dream Halloween samkomunni í Los Angeles sem haldin er í október á hverju ári.

Barnabækur

[breyta | breyta frumkóða]

Curtis hefur skrifað tíu barnabækur sem hún hefur unnið í samstarfi við listamanninn Laura Cornell. Bækurnar eru gefnar út af HarperCollins.[6][7]

  • When I Was Little: A Four-Year Old's Memoir of Her Youth, 1993.
  • Tell Me Again About The Night I was Born, 1996.
  • Today I Feel Silly, and Other Moods That Make My Day, 1998.
  • Where Do Balloons Go?: An Uplifting Mystery, 2000.
  • I'm Gonna Like Me: Letting Off a Little Self-Esteem, 2002.
  • It's Hard to Be Five: Learning How to Work My Control Panel, 2004.
  • Is There Really a Human Race?, 2006.
  • Big Words for Little People, ISBN 978-0-06-112759-5, 2008.
  • My Friend Jay, 2009, stök útgáfa, gefin Jay Leno
  • My Mommy Hung the Moon: A Love Story, 2010.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Curtis var árið 1977 í þættinum Quincy M.E.. Hefur hún síðan þá komið fram í þáttum á borð við Columbo, Charlie´s Angels, Buck Rogers in the 25th Century og The Drew Carey Show.

Frá 1977-1978 lék Curtis í þættinum Operation Petticoat þar sem hún lék Lt. Barbara Duran. Árið 1989 var Curtis boðið eitt af aðalhlutverkunum í Anything But Love þar sem hún lék Hannah Miller til ársins 1992. Curtis var með stórt gestahlutverk í NCIS árið 2012, þar sem hún lék Dr. Samantha Ryan.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Curtis var árið 1978 í hryllingsmyndinni Halloween þar sem hún lék Laurie Strode. Myndin varð mjög vinsæl og fékk Curtis titilinn öskurdrottningin. Eftir myndina kom hún fram í hryllingsmyndunum The Fog, Prom Night og Terror Train.

Árið 1981 endurtók Curtis hlutverkið sem Laurie Strode í Halloween II og talaði svo inn á þriðju myndina Halloween III: Season of the Witch sem kom út árið 1982.Curtis endurtók hlutverk sitt aftur árið 1998 sem Laurie Strode í fjórða sinn í myndinni Halloween H20: 20 Years Later og aftur árið 2002 í Halloween: Resurrection.

Hefur Curtis einnig leikið í kvikmyndum á borð við Perfect, Un homme amoureux, A Fish Called Wanda þar sem hún lék á móti John Cleese og Kevin Kline, Forever Young, True Lies, House Arrest, The Tailor of Panama og Freaky Friday.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1978 Halloween Laurie Strode
1980 The Fog Elizabeth Solley
1980 Terror Train Alana Maxwell
1981 Escape from New York Kynnir/Talva Talaði inn á
óskráð á lista
1981 Roadgames Pamela ´Hitch´ Rushworth
1981 Halloween II Laurie Strode
1982 Halloween III: Season of the Witch Símadama/Útgöngubann kynnir Talaði inn á
óskráð á lista
1983 Love Letters Anna Winter
1983 Trading Places Ophelia
1984 Grandview, U.S.A. Michelle ´Mike´ Cody
1984 The Adventures of Buckaroo Banzai Across the 8th Dimension Sandra Banzai – móðir Buckaroo Senum eytt
1985 Perfect Jessie
1986 Welcome Home ónefnt hlutverk
1987 Un homme amroueux Susan Elliott
1987 Amazing Grace and Chuck Lynn Taylor
1988 Dominich and Eugene Jennifer Reston
1988 A Fish Called Wanda Wanda Gershwitz
1989 Blue Steel Megan Turner
1991 Queens Logic Grace
1991 My Girl Shelly DeVoto
1992 Forever Young Claire Cooper
1994 My Girl 2 Shelly Sultenfuss
1994 Mother´s Boys Judith ´Jude´ Madigan
1994 True Lies Helen Tasker
1996 Ellen´s Energy Adventure Dr. Judy Peterson óskráð á lista
1996 House Arrest Janet Beindorf
1997 Fierce Creatures Willa Weston
1998 Homegrown Sierra Kahan
1998 Halloween H20: 20 Years Later Laurie Strode/Keri Tate
1999 Virus Kit Foster
2000 Drowning Mona Rona Mace
2001 The Tailor of Panama Louisa Pendel
2001 Daddy and Them Elaine Bowen
2002 Halloween Resurrection Laurie Strode
2003 Freaky Friday Tess Coleman
2004 Christmas with the Kranks Nora Frank
2008 Beverly Hills Chihuahua Frænkan Viv
2010 You Again Gail
2011 The Little Engine That Could Bev Talaði inn á
2011 Kokuriko-zaka kara ónefnt hlutverk Talaði inn á
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1977 Quincy M.E. Stúlka í búningsherbergi Þáttur: Visitors in Paradise
1977 The Hardy Boys/Nancy Drew Mysteries Mary Þáttur: Mystery of the Fallen Angels
1977 Columbo Þjónustustúlka Þáttur: The Bye-Bye Sky High I.Q Murder Case
1977-1978 Operation Petticoat Lt. Barbar Duran 23 þættir
1978 Charlie´s Angels Linda Frye Þáttur: Winning Is for Losers
1978 The Love Boat Linda Þáttur: Till Death Do Us Part-Maybe/Locked Away/Chubs
1979 Buck Rogers in the 25th Century Jen Burton Þáttur: Unchained Woman
1981 She´s in the Army Now Pvt. Rita Jennings Sjónvarpsmynd
1981 Death of a Centerfold: The Dorothy Stratten Story Dorothy Stratten Sjónvarpsmynd
1982 Callahan Rachel Bartlett Sjónvarpsmynd
1982 Money on the Side Michelle Jamison Sjónvarpsmynd
1985 Tall Tales & Legends Annie Oakley Þáttur: Annie Oakley
1986 As Summers Die Whitsey Loftin Sjónvarpsmynd
1989-1992 Anything But Love Hannah Miller 56 þættir
1995 The Heidi Chronicles Heidi Holland Sjónvarpsmynd
1996 The Drew Carey Show Sioux Þáttur: Playing a Unified Field
1998 Nicholas´Gift Maggie Green Sjónvarpsmynd
2000 Pigs Next Door Clara Sjónvarpsmínisería
Talaði inn á
2012 NCIS Dr. Samantha Ryna 5 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science of Fiction, Fantasy and Horror Films verðlaunin

American Comedy verðlaunin

  • 1995: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í aðalhlutverki fyrir True Lies.

BAFTA verðlaunin

Blockbuster Entertainment verðlaunin

Cognac Festival du Film Policier verðlaunin

  • 1990: Verðlaun sem besta leikkona fyrir Blue Steel.

DVD Exclusive verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd fyrir bestu teiknimyndapersónuna fyrir Rudolph the Red-Nosed Reindeer & the Island of Misfit Toys.

Genie verðlaunin

  • 1981: Tilnefnd sem besta erlenda leikkonan fyrir Prom Night.

Golden Globes verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir Freaky Friday.
  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir The Heidi Chronicles.
  • 1995: Verðlaun sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir True Lies.
  • 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja þætti fyrir Anything But Love.
  • 1990: Verðlaun sem besta leikkona í gaman/söngleikja þætti fyrir Anything But Love.
  • 1989: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir A Fish Called Wanda.

Hasty Pudding Theatricals verðlaunin

  • 2000: Verðlaun sem kona ársins.

MTV Movie verðlaunin

Mystfest verðlaunin

  • 1990: Verlaun sem besta leikkonan fyrir Blue Steel.

Óskarsverðlaunin

  • 2023: Besta leikkona í aukahlutverki fyrir Everything Everywhere All at Once.

People´s Coice verðlaunin

  • 1990: Verðlaun sem uppáhaldsleikkonan í nýrri sjónvarpsseríu.

Primetime Emmy verðlaunin

  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða kvikmynd fyrir Nicholas´ Gift.

Satellite verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir Freaky Friday.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir True Lies.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. There/Hollywood, page 6, 1985, by Janet Leigh
  2. „Jamie Lee Curtis Interview: Starring as Herself: Embracing Reality“. Reader's Digest. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. október 2007. Sótt 17. október 2009.
  3. „Jamie Lee Curtis Blog“. The Huffington Post. Sótt 17. október 2009.
  4. "8": A Play about the Fight for Marriage Equality“. YouTube. Sótt 17. mars 2012.
  5. „YouTube to broadcast Proposition 8 play live“. pinknews.co.uk. Sótt 15. mars 2012.
  6. „Books“. Jamie Lee Curtis Books.
  7. Children's Books. Harper Collins.