Fara í innihald

Ofskynjunarlyf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ofskynjunarlyf eru flokkur lyfja sem breyta skynjun, hugsun og tilfinningum vegna áhrifa þeirra á taugakerfið.

Ofskynjunarlyf hafa verið notuð í þúsundir ára og eru í dag notuð í rannsóknir, meðferð eða misnotuð sem vímuefni. Mismunandi er hvernig menn flokka ofskynjunarlyf þar sem lyfin hafa mismunandi virkni. Þekktasta ofskynjunarlyfið er líklegast LSD (e. lysergic acid diethylamine) en meskalín, sem er unnið úr kaktusi, er einnig vel þekkt. Fyrir utan truflun á skynjun geta ofskynjunarlyf framkallað alvarleg kvíðaköst, þunglyndi, geðrof og tilfinningu um að viðkomandi sé að missa stjórn á hlutunum.

Ofskynjunarlyf geta einnig valdið skyndiverkun löngu eftir að þau eru tekin inn, svokallað endurlit (e. flashback) þar sem áhrif lyfsins koma aftur fram.

Meðferði við töku ofskynjunarlyfja felur m.a. í sér lyf við geklofa ef psychotic er til staðar. Eins og með önnur lyf þá er algengt að fólk noti þau til að bæta samskipti sín við aðra og því er mikilvægt að meðferð taki á þeim samskiptum eða samskiptaleysi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.