Maurice Leblanc
Útlit
Maurice Leblanc (11. desember 1864 – 6. nóvember 1941) var franskur rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir smásögur sínar um meistaraþjófinn Arsène Lupin sem birtust fyrst í tímaritinu Je sais tout frá 1905. Lupin hefur verið lýst sem svari Frakka við breska leynilögreglumanninum Sherlock Holmes.
Vegna vinsælda persónunnar fór Leblanc að skrifa skáldsögur í fullri lengd um Lupin 1907 og hélt áfram að gefa út sögur um hann fram á 4. áratuginn.