Fara í innihald

Makríll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atlantshafsmakríll

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Makrílaætt(Scombridae)
Ættkvísl: Scomber
Tegund:
S. scombrus

Tvínefni
Scomber scombrus
Linnaeus, 1758

Makríll (fræðiheiti: Scomber scombrus) er hraðsyntur uppsjávarfiskur af makrílaætt, sem finnst í Norður-Atlantshafi. Makríll er algengur í svölum sjó og heldur sig í stórum torfum nálægt yfirborði. Makríllinn kemur að ströndum í fæðuleit að sumarlagi þar sem vatnshiti er milli 11° og 14 °C. Á veturna heldur hann sig á meira dýpi og fjær landi. Markríll er svifæta og heldur sig þar sem áta og hitastig er hagstætt. Í ætisleit fer hann í miklar göngur norður um Noregshaf, norður með Noregi og síðustu ár til Íslands. Rauðáta er mikilvæg fæða hans en hann étur einnig svif og fiska. Makríll er sundmagalaus og sekkur því ef hann er ekki á stöðugri hreyfingu. Magn af makríl í Norðursjó minnkaði mikið upp úr 1960 vegna ofveiði.

Hann er langlífur og hefur hámarksaldur makríls greinst 25 ár og þekkt er að fiskar geta orðið meira en 66 sm langir. Fiskurinn verður kynþroska við 2-3 ára aldur. Í lok fyrsta árs er makríll um 27-28 sm og er þyngdin þá 160-179 gr. Við níu ára aldur er meðallengd makríls um 40 sm og þyngdin um og yfir 600 gr.

Þrír stofnar makríls eru í NA-Atlantshafi en þeir eru Vesturstofn sem er lang stærstur, Suðurstofn og Norðursjávarstofn.

Makrílgöngur hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og er breytt göngumynstur talið orsakast af hlýnun sjávar.

Makríll við Ísland

[breyta | breyta frumkóða]

Makríll fannst svo vitað sé í fyrsta skipti við Ísland árið 1895. Þekkt er að Makríll var áberandi 1944. Árið 2005 bárust margar tilkynningar til Hafrannsóknarstofu um makríl. Makrílafli var fyrst skráður af Fiskistofu árið 1996 en fram til 2005 var þessi afli oftast veiddur utan íslenskrar lögsögu. Makrílveiðar Íslendinga eftir árum

  • 2006 4.200 tonn
  • 2007 36.500 tonn
  • 2008 112.353 tonn
  • 2009 116.142 tonn
  • 2010 121.993 tonn
  • 2011 158.895 tonn
  • 2012 152.347 tonn
  • 2013 153.883 tonn
  • 2014 171.230 tonn
  • 2015 169.336 tonn
  • 2016 172.480 tonn
  • 2017 167.368 tonn
  • 2018 (136.551) tonn

Íslendingar ákvörðuðu einhliða í desember 2010 að auka kvótann fyrir makrílveiði. Þessi ákvörðun leiddi til að ESB undirbjó löndunarbann fyrir íslensk makrílskip (staða 21.12.2010).

Makrílflak í tómatsósu, vinsæll réttur í Skandinavíu og á Bretlandseyjum.

Makríll er vinsæll matfiskur og þykir ljúffengur. Hann er annað

Makríll

hvort eldaður eða notaður sem sashimi. Makríll inniheldur mikið magn af vítamíninu B12 og omega 3 fitusýrum.

Í Skandinavíu og á Bretlandseyjum er dósamakríll í tómatsósulegi algeng fylling í brauðsamlokum.

Makrílstofninn

[breyta | breyta frumkóða]

Hrygningarstofn Makríls í NA-Atlantshafinu árið 2009 er af Alþjóðahafrannsóknarráðinu metinn 2,6 milljón tonn.