Fara í innihald

Messínasund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samsett gervihnattamynd af Messínasundi

Messínasund er mjótt sund milli austurodda Sikileyjar og suðvesturodda Appennínaskagans. Sundið er aðeins 3,2 km breitt þar sem það er grennst. Náttúruleg hringiða myndast í sundinu sem hefur verið tengd við Skyllu og Karybdísi sem sagt er frá í Ódysseifskviðu.

Yfir sundið gengur ferja frá Messínu til Villa San Giovanni í Kalabríu og spaðabátur sem gengur frá Messínu til Reggio Calabria.