Fara í innihald

Spagettí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Soðið spaghettí.

Spagettí (úr ítölsku spaghetti, „lítil bönd“ „spottar“) er ílöng pastategund frá Ítalíu. Ýmsar pastamáltíðir miðast við spagettí, t.d. spagettí með osti og svörtum pipar eða hvítlauk og ólífuolíu eða spagettí með tómat og kjöti eða öðrum sósum. Hefðbundið spagettí er gert úr símyljumjöli og vatni.

Orðið spaghetti er fleirtölumynd af spaghetto sem er smækkunarorð af spago sem þýðir „þunnur strengur, seglgarn“. Þess vegna þýðir orðið spaghetti bókstaflega „litlir strengir“. Á íslensku hefur spagettí stundum verið kallað „pottormar“ í hálfkæringi.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.