Richard von Weizsäcker
Richard von Weizsäcker | |
---|---|
Forseti Þýskalands | |
Í embætti 1. júlí 1984 – 30. júní 1994 | |
Kanslari | Helmut Kohl |
Forveri | Karl Carstens |
Eftirmaður | Roman Herzog |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 15. apríl 1920 Stuttgart, Þýskalandi |
Látinn | 31. janúar 2015 (94 ára) Berlín, Þýskalandi |
Stjórnmálaflokkur | Kristilegi demókrataflokkurinn |
Maki | Marianne von Kretschmann |
Börn | 4 |
Háskóli | Balliol-háskóli í Oxford Georg-August-háskólinn í Göttingen |
Starf | Stjórnmálamaður |
Verðlaun | Nansen-verðlaunin (1992) |
Undirskrift |
Richard Weizsäcker (fæddur 15. apríl 1920 í Stuttgart; d. 31. janúar 2015 í Berlín) var þýskur stjórnmálamaður úr röðum kristilegra demókrata (CDU), borgarstjóri Berlínar 1981-1984 og forseti Vestur-Þýskalands (og sameinaðs Þýskalands) 1984-1994.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Herþjónusta
[breyta | breyta frumkóða]Richard von Weizsäcker fæddist 15. apríl 1920 Nýju höllinni í Stuttgart. Fullt nafn hans er Richard Karl Freiherr von Weizsäcker. Þar sem faðir hans var diplómati, bjó fjölskyldan í Basel 1920-1924, í Kaupmannahöfn 1924-1926, í Osló 1931-1933 og í Bern 1933-1936. Richard Weiszäcker gekk í skóla í Berlín og varð stúdent þar, aðeins 17 ára gamall. Ári síðar var hann kallaður í herinn og látinn þramma inn í Pólland ásamt Heinrich Victor bróður sínum í upphafi heimstyrjaldarinnar síðari. Heinrich Victor lést í bardaga við Pólverja en Richard lifði af. Hann var sendur í landamæravörslu til Lúxemborgar og sem hermaður tók hann þátt í innrásinni í Rússland. Við borgardyr Moskvu særðist hann og var sendur á hersjúkrahús. Herflokkur hans var hins vegar stráfelldur skömmu síðar. 1943 tók hann þátt í umsátrinu um Leningrad (Sankti Pétursborgar). Árið 1945 særðist hann á ný í varnarorrustu við Rússa. Hann var sendur á hersjúkrahús í Potsdam en þegar sýnt þótti að Þýskaland myndi falla, fór hann til Bodenvatns og var þar til stríðsloka.
Lögfræðingur
[breyta | breyta frumkóða]Strax eftir stríð fór von Weizsächer í lögfræðinám í Göttingen og lauk því 1953. Eftir það starfaði hann sem lögfræðingur. Meðan Nürnberg-réttarhöldin fóru fram var hann aðstoðarlögmaður föður síns sem var ákærður fyrir stríðsglæpi. Faðirinn, Ernst von Weizsäcker, fékk sjö ára dóm en hann var mildaður seinna í fimm ár. Von Weizsäcker starfaði eftir það sem lögfræðingur hjá mismunandi stórfyrirtækjum.
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]1954 hóf von Weizsäcker afskipti af stjórnmálum. Hann gekk til liðs við kristilega demókrata (CDU) og komst fljótt til metorða þar. 1968 bauð hann sig í fyrsta sinn fram sem forsetaefni Þýskalands fyrir CDU, en beið þar lægri hlut í innanflokkskosningum fyrir Gerhard Schröder, sem aftur beið lægri hlut fyrir Gustav Heinemann (SPD). 1969 var von Weizsäcker kosinn á þing (Bundestag) og sat þar til 1981. Von Weizsäcker var aftur forsetaefni Þýskalands fyrir CDU árið 1974, en beið lægri hlut í kosningum fyrir Walter Scheel (FDP). 1979-1981 varð von Weizsäcker varaforseti þýska þingsins. 1981 var hann kosinn borgarstjóri Berlínar og tók við af Hans-Jochen Vogel, sem aðeins hafði setið í hálft ár. 1983 varð hann enn forsetaefni Þýskalands og sigraði loks í kosningum í maí 1984. Hann varð þar með sjötti forseti Vestur-Þýskalands og tók við af Karl Carstens. Sem forseti ferðaðist von Weizsäcker mikið, meira en áður hafði þekkst hjá forseta Þýskalands. Þar á meðal heimsótti hann Ísland í júlí 1992. Frá 1984-2005 hafa 20 háskólar gert hann að heiðurdoktor.
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Richard Weiszäcker kvæntist Marianne von Kretschmann 1953. Saman eiga þau fjögur börn:
- Robert Klaus (f. 1954)
- Andreas (1956-2008)
- Marianne Beatrice (f. 1958)
- Fritz Eckard (f. 1960)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Richard von Weizsäcker“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt desember 2009.
Fyrirrennari: Hans-Jochen Vogel |
|
Eftirmaður: Eberhard Diepgen | |||
Fyrirrennari: Karl Carstens |
|
Eftirmaður: Roman Herzog |