Tækniskólinn
| |
Einkunnarorð | „Skóli atvinnulífsins“ |
---|---|
Stofnaður | 2008 |
Tegund | Einkaskóli í eigu stéttarfélaga |
Skólastjóri | Hildur Ingvarsdóttir |
Nemendafélag | Nemendasamband Tækniskólans (NST) |
Staðsetning | Skólavörðuholt, Háteigsvegur, Hafnarfjörður |
Gælunöfn | Tæknó, Iðnó, Tskóli |
Heimasíða | tskoli.is |
Tækniskólinn er íslenskur framhaldsskóli stofnaður 1. júlí árið 2008 með sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Skólinn er einkarekinn og er í eigu LÍÚ, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.
Árið 2015 tók Tækniskólinn yfir starf Iðnskólans í Hafnarfirði.
Námsframboð
[breyta | breyta frumkóða]Tækniskólinn skiptist í tólf undirskóla, hver með sinn skólastjóra. Í hverjum undirskóla eru gjarnan margar námsbrautir. Undirskólar Tækniskólans eru eftirtaldir:
- Byggingatækniskólinn
- Endurmenntunarskólinn
- Handverksskólinn
- Raftækniskólinn
- Skipstjórnarskólinn
- Tæknimenntaskólinn
- Upplýsingatækniskólinn
- Véltækniskólinn
- Margmiðlunarskólinn
- Meistaraskólinn
- Vefskólinn
Starfsemi
[breyta | breyta frumkóða]Starfsemi Tækniskólans fer fram nær eingöngu á fjórum stöðum; Skólavörðuholti, Háteigsvegi og Hafnarfirði
Í Skólavörðuholti eru til húsa Hársnyrtiskólinn, Tæknimenntaskólinn, Raftækniskólinn, Byggingatækniskólinn og Handverksskólinn.
Á Háteigsvegi eru Upplýsingatækniskólinn, Skipstjórnarskólinn, Véltækniskólinn, Margmiðlunarskólinn, Vefskólinn og Tæknimenntaskólinn.
Áður var Upplýsingatækniskólinn til húsa í Vörðuskóla en starfsemi hans var flutt á Háteigsveg þann 22. mars 2019, eftir að skoðun Vörðuskóla á vegum Ríkiseigna leiddi í ljós að „full ástæða [væri] til að skoða betur“ tiltekin rými vegna slæmra loftgæða og sveppagróa, og tekin var ákvörðun um að skoða aðstæður nánar og ráðast í framhaldinu í viðeigandi viðgerðir.[1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla“. www.mbl.is. Sótt 5. október 2019.