Thomas Frank
Thomas Carr Frank ( f. 21. mars 1965 í Kansas, Missourier) er bandarískur samfélagsrýnir. Hann er sagnfræðingur að mennt og hefur skrifað bækur, ritgerðir og greinar í blöðum. Í skrifum sínum greinir hann neyslumenningu samfélagsins og veltir fyrir sér stjórnmálaþróun og tenginu hennar við menninguna ásamt efnahagsmálum og fleira sem gerst hefur og er að gerast í bandarísku samfélagi.
Ævi og störf
[breyta | breyta frumkóða]Frank gekk í háskólann í Kansas og Virginíu og fékk Ph.D gráðu í Amerískri sögu við háskólann í Chicago 1994. Árið 1988 stofnaði hann og ritstýrði Baffler magazin sem fjallaði um og gagnrýnir menningu, stjórnmál og viðskipti. Frank hefur einnig verið dálkahöfundur í þekktum blöðum eins og Harper, Wall Street Journal og Salon. Sú bók sem kom Frank á kortið var What‘s the matter with Kansas (2004) og fjallar um hvernig Repúblikanaflokkurinn varð að því sem hann er í dag. Aðrar bækur eftir Frank er One market under good (2000) og The Conquest of the cool, hans fyrsta bók, gefin út árið 1997.
The Conquest of the cool
[breyta | breyta frumkóða]Bókin byrjaði upphaflega sem doktorsverkefni Franks í háskólanum í Chicago. Í bókinni skoðar Frank sjöunda áratug síðustu aldar og reynir að skilja byltingu æskulýðsins gegn neyslumenningunni og þeim hefðum og gildum sem þá ríktu. Frank telur að byltingin hafi ekki átt sér stað, heldur verið mislukkaða og falska, þar sem hún hafi átt sér stað innan neyslumenningarinnar sjálfrar. Frank rannsakaði menningaframleiðni frekar en neytendur og taldi auglýsinga- og tískuiðnaðinn móta fólkið og búa til viðhorf þess og fengið það til að upplifa sjálft sig sem byltingarsinna. Einnig skein í gegnum auglýsingar sú regla að það væri engin regla til dæmis í klæðnaði. En tískuiðnaðurinn hóf framleiðslu á óhefðbundnum fötum áður en byltingin í raun hófst. Þannig telur Frank byltinguna hafa fallið um sjálfa sig, auglýsingarnar neyddu fólk til undirgefni. Að kapítalismi í allri sinni mynd var það afl sem hrinti byltingunni af stað sem í raun var verið að berjast gegn.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Frank, T. (1997). The conquest of cool : business culture, counterculture, and the rise of hip consumerism. University of Chicago Press.
- Frank, T. (2013). Ad absurdum and the conquest of cool: Canned flattery for corporate America. Salon. Sótt 3. febrúar 2016
- Geddes, D. (1999). The Conquest of cool - The sixties as advertising gimmick. The satirist. Sótt 3. febrúar 2016 frá
Fyrirmynd greinarinnar var „Thomas Frank“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. febrúar 2016.