USMCA
Útlit
Samningur Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada (enska: United States-Mexico-Canada Agreement eða USMCA) er fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, undirritaður 2018, sem tók við af Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku frá 1994. Samningurinn er stundum nefndur NAFTA 2.0 eða nýi NAFTA því hann inniheldur mikið af því sama og eldri samningurinn með uppfærslum.