Volkswagen-bjalla
Volkswagen-bjalla (VW Typ 1 eða Käfer) er smábíll sem var framleiddur af þýska bílaframleiðandanum Volkswagen frá 1938 til 2003. Yfir 21 milljónir eintaka hafa verið framleiddar á þessum tíma. Bjallan er afturdrifin og vélin er loftkæld. Hún er mest framleidda bílategundin í heimi en smá breytingar hafa verið gerðar á hönnun hennar. Ný tegund af bílnum kom út árið 1997 en hún hét Volkswagen New Beetle og var seld til ársins 2011. Árið 2011 kom önnur ný tegund út sem byggð var á upprunalegu hönnun Bjöllunnar.
Þegar bíllinn var fyrst framleiddur var hann seldur sem „Volkswagen“ en bráðum varð hann þekktur sem Käfer „bjalla“ í Þýskalandi. Svo var byrjað að selja hann undir þessu nafni. Í mörgum löndum er hann þekktur sem Beetle „bjalla“ eða þýðing á þessu orði á tungumáli sem talað er í landinu. Undantekning er í Bandaríkjunum þar sem hann heitir Bug „skordýr“