Vestur-Gautland
Útlit
Vestur-Gautland (sænska: Västergötland) er hérað í suðvestur-Svíþjóð. Stærð þess eru um 17.000 ferkílómetrar og eru íbúar um 1,36 milljónir (2018). Gautaborg, næststærsta borg Svíþjóðar er þar. Suður og austurhluti Vesturgautlands samanstendur af hæðóttu landslagi. Héraðið á mörk að stóru vötnunum Vänern og Vättern í norðaustri.