Vesturblokkin
Útlit
Vesturblokkin er hugtak sem notað var lauslega yfir aðildarríki NATO í kalda stríðinu, auk hlutlausra landa sem horfðu frekar til Vesturlanda en Sovétríkjanna og Austurblokkarinnar. Til Vesturblokkarinnar töldust þannig Bandaríkin, Kanada, Ísland, Noregur, Bretland, Danmörk, Belgía, Holland, Frakkland, Portúgal, Lúxemborg, Vestur-Þýskaland og Ítalía. Tyrkland og Grikkland bættust í hóp NATO-ríkja árið 1952 og Spánn gerðist aðildarríki árið 1982. Lönd sem voru hlutlaus að nafninu til en töldust samt til Vesturblokkarinnar voru Svíþjóð, Írland og Austurríki.