1. |
Basiliska
03:43
|
|||
|
Skelfur í ljósi
Kvika í köldum heimi
Mögur mjólk úr bergi brotin
Ég stend í stað sólar
Bál sem hefst í holum stein
Hverfandi andi
Barinn stirðu lofti
Teygir hendur sínar niður
Ég stend í stað sólar
Vitja dauðra steina á panoptískri jörð
Þú molnar í sundur og brátt munt þú hverfa
Af mold ert þú kominn, að sandi skalt þú verða
Allt er að óttast
Störuna hvergi flúið
Holdið vætu rúið
Ég stend í stað sólar
Og varpa skuggamynd af paradís á jörð
Allt líf er grjót í glyrnum basilisku
Fari verr
Með augnaráðinu einu saman
Gerir malbik úr þessum moldarveg
Basiliska dreki hitahels
Brennandi dagsbirtan sveiflar svörtu sverði
Ljóssorfnir legsteinar grafnir í svörtum sverði
Allt líf er grjót í glyrnum basilisku
Fari verr
Með augnaráðinu einu saman
Gerir malbik úr þessum moldarveg
Basiliska dreki hitahels
|
||||
2. |
Kalt Að Eilífu
06:30
|
|||
|
Getur verið að loksins verði alkul
Ljósinu lagt við kaldan stein
Eterinn frjósi í æðum meistarans
Aldrei líður sú nóttin ein
Að bíða og vona er mesta kvöl sem hægt er að þola
Allt segir skilið við þennan heim
Getur verið að allt hafi verið til einskis
Stundaglasinu aldrei snúið við
Glatkistill glundroðans mig geymi
Frostið við kistubotninn hvíslar aldrei aftur
Allt segir skilið við þennan heim
Yður ég boða mikinn söknuð
Gnístan tanna og harmakvein
Allsherjar dauðadómur
Bitrari en orð fá lýst
Héðan af verður aldrei aftur neitt
Það er of seint að byrja
Það hefur allt verið reynt
Héðan af verður aldrei aftur neitt
Þráin hún þverrar á meðan skrefin þyngjast hratt
Og að lokum er stunið sáran: "Verður kalt að eilífu?"
Já, kalt að eilífu
Frostið við kistubotninn hvíslar aldrei aftur
Allt segir skilið við þennan heim
Yður ég boða mikinn söknuð
Gnístan tanna og harmakvein
Allsherjar dauðadómur
Bitrari en orð fá lýst
Héðan af verður aldrei aftur neitt
Það er of seint að byrja
Það hefur allt verið reynt
Héðan af verður aldrei aftur neitt
Þráin hún þverrar á meðan skrefin þyngjast hratt
Og að lokum er stunið sáran: "Verður kalt að eilífu?"
Já, kalt að eilífu
|
||||
3. |
Skepnan Lifir
05:24
|
|||
|
Vígtennt tómið gleypir allt
Alltaf færist nær og nær og nær
Látlaust rennur og rennur blóðið kalt
Hamur skiptir ham og skiptir ham
Horuð soltin kvalin skepnan blóðug bryður bein
Ódauðlegur erkifjandi
Illvíg hlaðin hatri skepnan mönnum vinnur mein
Andskotinn er ódrepandi
Rekinn á hol
Tilgangsleysið holdi klætt berst í bökkum
Kvikindið blótar og blæðir á víxl
Krafsandi bölvunarorð
Fljótandi í gor
Dagana sem áttu aldrei að enda
Hamflett eilífðin gargandi hræ
Hamstola helvíti með tennur og klær
Hungrið handan ljóssins
Hatrið sem slær
Harmur heimsins endurómar
Uppljómar
Horuð soltin kvalin skepnan blóðug bryður bein
Ódauðlegur erkifjandi
Illvíg hlaðin hatri skepnan mönnum vinnur mein
Andskotinn er ódrepandi
|
||||
If you like Finngálkn, you may also like: