8. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
8. maí er 128. dagur ársins (129. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 237 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1360 - Brétigny-sáttmálinn var undirritaður. Hann markaði lok fyrsta hluta Hundrað ára stríðsins.
- 1429 - Hundrað ára stríðið: Englendingar fóru frá Orléans.
- 1561 - Filippus 2. Spánarkonungur gerði Madríd að höfuðborg Spánar.
- 1624 - Hollenskur floti undir stjórn Piet Heyn rændi bæinn Salvador þar sem nú er Brasilía.
- 1636 - Eldgos varð í Heklu.
- 1654 - Westminster-sáttmálinn batt enda á Fyrsta stríð Englands og Hollands.
- 1660 - Enska þingið samþykkti einróma að Karl 2. tæki við ensku krúnunni.
- 1721 - Michelangelo de ’Conti varð Innósentíus 13. páfi.
- 1752 - J.C. Pingel amtmanni var vikið úr embætti vegna skulda. Magnús Gíslason var skipaður í hans stað.
- 1835 - Fyrstu ævintýri H.C. Andersen voru gefin út í Danmörku, þar á meðal Eldfærin og Prinsessan á bauninni.
- 1865 - Hilmar Finsen var skipaður stiftamtmaður yfir Íslandi.
- 1902 - Mount Pelée á Martinique gaus. Borgin Saint-Pierre lagðist í auðn og yfir 30.000 manns féllu í valinn.
- 1933 - Mohandas Gandhi hóf þriggja vikna hungurverkfall til þess að mótmæla kúgun Breta á Indlandi.
- 1945 - Sigurdagurinn í Evrópu: Síðari heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja.
- 1945 - Sétif-fjöldamorðin: Hundruð Alsírbúa voru myrt af franska hernum.
- 1954 - Knattspyrnusamband Asíu var stofnað.
- 1969 - Sædýrasafnið í Hafnarfirði var opnað.
- 1970 - Tólfta og síðasta breiðskífa Bítlanna, Let It Be, kom út.
- 1970 - Öryggishjálmauppþotin í New York-borg: Byggingarverkamenn réðust gegn námsmönnum sem mótmæltu blóðbaðinu í Ohio fjórum dögum áður.
- 1973 - Átökum milli alríkislögreglunnar og American Indian Movement við Wounded Knee lauk með uppgjöf mótmælenda.
- 1974 - Kristján Eldjárn rauf þing að ósk forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar.
- 1978 - Reinhold Messner (Ítalía) og Peter Habeler (Austurríki) urðu fyrstir til að fara á tind Everestfjalls án súrefnistanka.
- 1979 - Félag frjálshyggjumanna var stofnað á Íslandi.
- 1983 - Norðurlandahúsið í Færeyjum var tekið í notkun.
- 1986 - Óscar Arias tók við embætti forseta Kosta Ríka.
- 1987 - Á Norður-Írlandi sat breska sérsveitin (SAS) fyrir Austur-Tyrone-herdeild IRA, 8 manns, og drap þá.
- 1996 - Stjórnarskrá Suður-Afríku tók gildi. Stjórnarskráin þykir nokkuð nýstárleg því hún tryggir ríkisborgurum víðtæk réttindi og valddreifingu.
- 1996 - Stjörnukíkirinn Keck II var tekinn í notkun á Hawaii.
- 1997 - Dagskrárblokkin Playhouse Disney hóf göngu sína á Disney Channel.
- 1999 - Alþingiskosningar voru haldnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hélt meirihluta. Samfylkingin bauð í fyrsta sinn fram sem kosningabandalag.
- 2007 - Norður-Írland fékk heimastjórn að nýju. Flokkar sambandssinna og aðskilnaðarsinna, Democratic Unionist Party og Sinn Féin, mynduðu samsteypustjórn.
- 2010 - Yfir 100 létust í Síberíu þegar gassprenging varð í námugöngum.
- 2011 - 12 létust og 230 særðust í harkalegum átökum milli kristinna og múslima í Egyptalandi.
- 2014 - Luis Guillermo Solís tók við embætti forseta Belís.
- 2015 - Íslenska kvikmyndin Bakk var frumsýnd.
- 2018 - Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkin hygðust draga sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1326 - Jóhanna 1. af Auvergne, drottning Frakklands, seinni kona Jóhanns 2. (d. 1360).
- 1587 - Viktor Amadeus 1., hertogi af Savoja (d. 1637).
- 1639 - Giovanni Battista Gaulli, ítalskur listmálari (d. 1709).
- 1668 - Alain-René Lesage, franskur rithöfundur og leikskáld (d. 1747).
- 1720 - William Cavendish, hertogi af Devonshire, breskur stjórnmálamaður (d. 1764).
- 1737 - Edward Gibbon, breskur sagnfræðingur (d. 1794).
- 1739 - Hannes Finnsson, biskup í Skálholti (d. 1796).
- 1821 - William Henry Vanderbilt, bandarískur viðskiptajöfur (d. 1885).
- 1824 - William Walker, bandarískur ævintýramaður (d. 1860).
- 1828 - Jean Henri Dunant, svissneskur stofnandi Rauða krossins og handhafi friðarverðlauna Nóbels (d. 1910).
- 1884 - Harry S. Truman, Bandaríkjaforseti (d. 1972).
- 1899 - Friedrich A. von Hayek, austurrísk-breskur hagfræðingur og stjórnmálaheimspekingur (d. 1992).
- 1907 - Ragnar Lárusson, íslenskur stjórnmálamaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1971).
- 1916 - João Havelange, brasilískur forseti FIFA (d. 2016).
- 1925 - Ali Hassan Mwinyi, forseti Tansaníu.
- 1926 - David Attenborough, breskur heimildamyndagerðarmaður.
- 1937 - Thomas Pynchon, bandarískur rithöfundur.
- 1938 - Jean Giraud, franskur myndasöguhöfundur (d. 2012).
- 1946 - Jonathan Dancy, breskur heimspekingur.
- 1954 - John Michael Talbot, bandarískur tónlistarmaður.
- 1955 - Ásgeir Sigurvinsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1955 - Meles Zenawi, eþíópískur stjórnmálamaður (d. 2012).
- 1958 - Ron Hardy, bandarískur plötusnúður (d. 1992).
- 1959 - Ellen Kristjánsdóttir, íslensk söngkona.
- 1968 - Hisashi Kurosaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Naomi Klein, kanadískur rithöfundur.
- 1971 - Kristján Finnbogason, íslenskur markvörður.
- 1973 - Höskuldur Þórhallsson, lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 535 - Jóhannes 2. páfi.
- 615 - Bonifasíus 4. páfi.
- 685 - Benedikt 2. páfi.
- 1319 - Hákon háleggur Noregskonungur (f. 1270).
- 1671 - Sébastien Bourdon, franskur listmálari (f. 1616).
- 1794 - Antoine Lavoisier, franskur efnafræðingur (f. 1743).
- 1873 - John Stuart Mill, breskur heimspekingur (f. 1806).
- 1880 - Gustave Flaubert, franskur rithöfundur (f. 1821).
- 1891 - Helena Petrovna Blavatsky, rússneskur rithöfundur og guðspekingur (f. 1831).
- 1903 - Paul Gauguin, franskur listmálari (f. 1848).
- 1936 - Oswald Spengler, þýskur sagnfræðingur (f. 1880).
- 1971 - Lars Pettersson, sænskur íshokkíleikmaður (f. 1925).
- 1979 - Talcott Parsons, bandarískur félagsfræðingur (f. 1902).
- 2010 - Andor Lilienthal, ungverskur skákmeistari (f. 1911).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:8 May.