29. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
29. september er 272. dagur ársins (273. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 93 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 440 - Leó 1. varð páfi.
- 855 - Benedikt 3. varð páfi.
- 1179 - Innósentíus 3. varð andpáfi.
- 1306 - Bræður Birgis Magnússonar Svíakonungs handtóku hann og drottningu hans en hirðmaður komst undan með Magnús son þeirra.
- 1312 - Eiríkur Magnússon hertogi af Södermanland gekk að eiga Ingibjörgu dóttur Hákonar háleggs. Um leið gekk Valdimar Magnússon bróðir has að eiga Ingibjörgu dóttur Eiríks prestahatara, bróður Hákonar.
- 1399 - Ríkharður 2. Englandskonungur sagði af sér konungdómi.
- 1493 - Kristófer Kólumbus lagði af stað frá Cadiz í aðra ferð sína til Vesturheims.
- 1567 - Vopnahléi í Frönsku trúarbragðastyrjöldunum lauk og átök hófust að nýju.
- 1568 - Eiríkur 14. Svíakonungur var tekinn höndum.
- 1609 - Sigmundur 3. Vasa rauf vopnahlé við Rússa og settist um Smolensk.
- 1903 - Ökuskírteini voru tekin upp í Prússlandi.
- 1906 - Landssími Íslands tók til starfa. Hannes Hafstein ráðherra sendi konungi fyrsta símskeytið um nýlagðan neðansjávarstreng.
- 1918 - Búlgaría varð fyrst Miðveldanna til að undirrita vopnahléssamkomulag við Bandamenn.
- 1922 - Norræna félagið var stofnað í Reykjavík með það markmið að efla norræna samvinnu.
- 1970 - Baader-Meinhof-gengið rændi þrjá banka í Berlín.
- 1971 - Stormsveipur gekk yfir Bengalflóa með þeim afleiðingum að 10.000 létust í Indverska fylkinu Orissa.
- 1974 - Auður Eir Vilhjálmsdóttir var fyrst kvenna vígð til prests á Íslandi.
- 1979 - Hvaleyrargangan var haldin til að mótmæla bandarískri hersetu.
- 1980 - Flugvél var flogið til Reykjavíkur frá Færeyjum með mann standandi á þaki vélarinnar. Flugið tók sex klukkustundir og var maðurinn að reyna að setja heimsmet.
- 1983 - Íslenska kvikmyndin Nýtt líf var frumsýnd í Vestmannaeyjum.
- 1984 - 366 handtökutilskipanir voru gefnar út á Ítalíu á grundvelli framburðar mafíuforingjans Tommaso Buscetta.
- 1987 - Myndasögutímaritið Andrés Önd kom í fyrsta sinn út á samísku undir heitinu Vulle Vuojas.
- 1988 - Geimskutlunni Discovery var skotið á loft.
- 1990 - Nesjavallavirkjun í Grafningi var gangsett. Fyrsti áfangi hennar var 100 megawött.
- 1990 - Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni barna hófst í New York-borg.
- 1992 - Brasilíuþing samþykkti vantraust á forsetann, Fernando Collor de Mello.
- 1994 - Íslenska kvikmyndin Skýjahöllin var frumsýnd.
- 1996 - Jarðskjálfti upp á 5 stig á Richter fannst við Bárðarbungu.
- 2000 - Maze-fangelsinu á Norður-Írlandi var lokað.
- 2002 - Danska sjónvarpsþáttaröðin Nikolaj og Julie hóf göngu sína á DR1.
- 2003 - Netsímafyrirtækið Skype var stofnað.
- 2006 - Gol Transportes Aéreos flug 1907 rakst á einkaþotu yfir Amasónfrumskóginum með þeim afleiðingum að 155 fórust.
- 2008 - Í kjölfar hruns Lehman Brothers og Washington Mutual féll Dow Jones-vísitalan um 777.68 punkta sem var mesta fall á einum degi í sögu vísitölunnar.
- 2008 - Upphaf bankahruns á Íslandi: Ríkissjóður Íslands tilkynnti þá fyrirætlun sína að kaupa 75% hlut í einkabankanum Glitni til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hans.
- 2009 - Neðansjávarjarðskjálfti olli flóðbylgju sem reið yfir Samóa og Tonga í Kyrrahafi með þeim afleiðingum að 189 fórust.
- 2009 - Vefsafn.is sem safnar íslenskum vefsíðum var formlega opnað.
- 2011 - Kína sendi fyrsta hlutann af geimstöðinni Tiangong-1 á braut um jörðu frá Góbíeyðimörkinni.
- 2013 - Blóðbaðið í Gujba: Liðsmenn Boko Haram réðust inn í skóla í Yobe-fylki í Nígeríu og myrtu 44 nemendur og kennara.
- 2016 - 1 lést og 100 slösuðust þegar lest ók á vegg á Hoboken-lestarstöðinni í New York.
- 2019 – Þingkosningar voru haldnar í Austurríki. Austurríski þjóðarflokkurinn undir forystu Sebastians Kurz vann um 37% atkvæða.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 106 f.Kr. - Pompeius, rómverskur herforingi (d. 48 f.Kr.).
- 1276 - Kristófer 2., Danakonungur (d. 1332).
- 1328 - Jóhanna af Kent, kona Játvarðar svarta prins (d. 1385).
- 1518 - Tintoretto, ítalskur listmálari (d. 1594).
- 1547 - Miguel de Cervantes, spænskur rithöfundur (d. 1616).
- 1571 - Caravaggio, ítalskur listmálari (d. 1610).
- 1636 - Thomas Tenison, erkibiskup af Kantaraborg (d. 1715).
- 1758 - Horatio Nelson, breskur flotaforingi (d. 1805).
- 1796 - Bólu-Hjálmar, íslenskt skáld (d. 1875).
- 1810 - Elizabeth Gaskell, breskur rithöfundur (d. 1865).
- 1866 - Mykhajlo Hrúsjevskyj, úkraínskur sagnfræðingur og stjórnmálamaður (d. 1934).
- 1881 - Ludwig von Mises, austurrískur hagfræðingur (d. 1973).
- 1898 - Jón Axel Pétursson, sjómaður og bæjarfulltrúi (d. 1990).
- 1901 - Enrico Fermi, ítalskur eðlisfræðingur (d. 1954).
- 1912 - Michelangelo Antonioni, ítalskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2007).
- 1935 - Jerry Lee Lewis, bandarískur tónlistarmaður.
- 1936 - Silvio Berlusconi, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1942 - Ian McShane, enskur leikari.
- 1943 - Lech Wałęsa, pólskur verkalýðsforingi.
- 1943 - Mohammad Khatami, forseti Írans.
- 1948 - Theo Jörgensmann, þýskt tónskáld.
- 1950 - Pálmi Gunnarsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1951 - Michelle Bachelet, forseti Chile.
- 1961 - Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu.
- 1969 - Tore Pedersen, norskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Ivica Vastić, austurrískur knattspyrnumaður.
- 1976 - Andrij Sjevtsjenko, úkraínskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Zachary Levi, bandarískur leikari.
- 1990 - Sara Björk Gunnarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1304 - Agnes af Brandenborg Danadrottning (f. 1257).
- 1360 - Jóhanna af Auvergne, Frakklandsdrottning (f. 1326).
- 1364 - Karl 1., hertogi af Bretagne (f. 1319).
- 1560 - Gústaf Vasa, Svíakonungur (f. 1496).
- 1727 - Peter Raben, danskur sjóliðsforingi (f. um 1661).
- 1820 - Daniel Boone, bandarískur landkönnuður og veiðimaður (f. 1734).
- 1856 - Hannes Stephensen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1799).
- 1891 - Theodór Jónassen, íslenskur amtmaður (f. 1838).
- 1902 - Émile Zola, franskur rithöfundur (f. 1840).
- 1910 - Winslow Homer, bandarískur myndlistarmaður (f. 1836).
- 1925 - Léon Bourgeois, franskur stjórnmálamaður (f. 1851).
- 1939 - Luc Lafnet, belgískur málari og myndasöguhöfundur (f. 1899).
- 1973 - W.H. Auden, enskt skáld (f. 1907).
- 1997 - Roy Lichtenstein, bandarískur listamaður (f. 1923).
- 2008 - Luis de Souza, perúskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 2009 - Peter Foote, enskur textafræðingur (f. 1924).
- 2010 - Tony Curtis, bandarískur leikari (f. 1925).
- 2020
- Mac Davis (f. 1942).
- Helen Reddy (f. 1941).