Chris Kyle
Chris Kyle (8. apríl 1974 – 2. febrúar 2013) var bandarískur sérsveitamaður. Hann fór í fjórar herferðir til Íraks á meðan á Íraksstríðinu stóð. Kyle var ein besta leyniskytta sem uppi hefur verið. Hann var giftur Tayu Kyle og átti með henni tvö börn.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Chris Kyle fæddist og ólst upp í Odessa í Texas. Hann lærði við Tarleton State University í Stephenville í Texas, þar sem hann lærði búvísindi í tvö ár áður en hann hóf vinnu á búgarði.
Herþjónusta
[breyta | breyta frumkóða]Chris var í bandaríska hernum í 10 ár, frá árinu 1999 til 2009. Á þessum tíma fór hann í fjórar ferðir til Írak. Hann var annálaður fyrir skotfimi sína, jafnt af samherjum sínum og andstæðingum. Íraskir uppreisnamenn kölluðu hann „djöfulinn í Ramadi“ og settu 20.000 dollara honum til höfuðs.
Chris fékk fjölda heiðursmerkja, þar á meðal eina silfur- og fjórar bronsstjörnur. Sjálfur sagðist hann hafa drepið 255 manns, en bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur þó aðeins staðfest 160 þeirra.
Eftir herþjónustu
[breyta | breyta frumkóða]Chris hætti í hernum árið 2009 og flutti til Midlothian í Texas með eiginkonu sinni og tveimur börnum.
Bók/Mynd
[breyta | breyta frumkóða]2. janúar 2012 gaf hann út sjálfsævisögu sína, American Sniper: The Autobiography of the Most Lethal Sniper in U.S. Military History. Bókin seldist í yfir 1,2 milljón eintökum, þar af 700.000 árið 2015. Hún náði efsta sætinu á flestum metsölulistum, þar á meðal The New York Times, Publisher Weekly, USA Today og náði öðru sæti á Amazon. Árið 2014 var kvikmyndin American Sniper frumsýnd, sem er lauslega byggð á bók Chris. Leikstjóri myndarinnar og framleiðandi var Clint Eastwood og Bradley Cooper lék Chris Kyle. American Sniper var tilnefnd til sex Óskarverðlauna, þar á meðal fyrir bestu myndina. Hún hlaut Óskarinn fyrir hljóðvinnslu.
Morð
[breyta | breyta frumkóða]Chris Kyle var skotinn til bana þann 2. febrúar 2013 ásamt félaga sýnum Chad Littlefield, á skotsvæði fyrri utan Fort Worth í Texas. Eddie Ray Routh, sem var fyrrum hermaður með langa sögu af geðsjúkdómum að baki var síðar sakfelldur fyrir morðin. 7000 manns mættu í minningarathöfn hans sem haldin var í Cowboy Stadium í Arlington í Texas. Chris Kyle er jarðaður í ríkiskirkjugarðinum í Texas.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Chris Kyle“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. maí 2018.
- IMDb. (e.d.). American Sniper. Sótt 3. maí 2018 af https://www.imdb.com/title/tt2179136/?ref_=nv_sr_1
- Biography. (6. júlí 2016). Chris Kyle Biography. Sótt 3. maí 2018 af https://www.biography.com/people/chris-kyle