Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum eru ein af fimm verðlaunum sem kennd eru við Alfred Nobel. Verðlaunahafar eru valdir af Sænsku akademíunni og eru tilkynntir í október á hverju ári og verðlaunin eru veitt 10. desember.[1] Verðlaunin hafa verið veitt síðan árið 1901.
Nóbelsverðlaunin | |
---|---|
Friðarverðlaun | |
Bókmenntir | |
Eðlisfræði | |
Efnafræði | |
Læknisfræði | |
Hagfræði |
Saga og fyrirkomulag
[breyta | breyta frumkóða]Alfred Nobel var einn ríkasti maður Svíþjóðar á sinni tíð og auðgaðist stórlega á uppfinningu sinni dínamítinu. Hann ritaði nokkrar erfðaskrár en í þeirri síðustu, frá árinu 1895, ánafnaði hann nær öllum auði sínum til stofnunar verðlaunasjóðs í fimm flokkum. Nobel lést síðla árs 1896. Við tók nokkur óvissa um lögmæti erfðaskrárinnar en eftir að botn fékkst í þau mál var gengið frá stofnun verðlaunanna. Ólíkum aðilum var falið að sjá um einstaka verðlaunaflokka og komu bókmenntaverðlaunin í hlut Sænsku akademíunnar. Voru fyrstu verðlaunin veitt árið 1901.
Ár hvert kallar Sænska akademían eftir tilnefningum og er fjöldinn allur af fólki sem hefur heimild til að senda inn tilnefningar. Er þar um að ræða meðlimi akademíunnar sjálfrar, sem og sambærilegra stofnanna í öðrum löndum, prófessorar í tungumálum og bókmenntafræði, forsetar rithöfundasamtaka og fyrrum verðlaunahafar. Eina skilyrðið er að höfundum er óheimilt er að tilnefna sjálfa sig.
Tilnefningar skulu hafa borist akademíunni fyrir 1. febrúar ár hvert og fara þær því næst til sérstakrar Nóbelsnefndar til meðhöndlunar. Nefndin þrengir hringinn jafnt og þétt, fyrst niður í um tuttugu höfunda og því næst niður í fimm manna lista þegar komið er fram í maí. Næstu fjóra mánuðina kynnir nefndin sér verk þessara fimm höfunda í þaula og gengur því næst til atkvæða í októbermánuði. Sá höfundur hlýtur verðlaunin sem fær meirihluta atkvæða. Einungis þeir koma til greina sem náð hafa í það minnsta tvívegis inn á fimm manna listann og eru því dæmi um að höfundar hafi margoft verið teknir til athugunar.
Nóbelsnefndina skipa átján fulltrúar sem skulu búa yfir mikilli tungumálakunnáttu. Þeir eru skipaðir ævilangt og til skamms tíma var ekki gert ráð fyrir að þeir gætu sagt af sér. Árið 2018 breytti Karl Gústaf XVI reglunum á þann hátt að unnt væri að leysa nefndarmenn undan skyldum sínum í kjölfar hneykslismáls sem skók nefndina og varð til þess að úthlutun verðlaunanna 2018 var frestað um ár.
Verðlaunahafar
[breyta | breyta frumkóða]- 1901 - Sully Prudhomme
- 1902 - Theodor Mommsen
- 1903 - Bjørnstjerne Bjørnson
- 1904 - Frédéric Mistral, José Echegaray
- 1905 - Henryk Sienkiewicz
- 1906 - Giosuè Carducci
- 1907 - Rudyard Kipling
- 1908 - Rudolf Eucken
- 1909 - Selma Lagerlöf
- 1910 - Paul Heyse
- 1911 - Maurice Maeterlinck
- 1912 - Gerhart Hauptmann
- 1913 - Rabindranath Tagore
- 1915 - Romain Rolland
- 1916 - Verner von Heidenstam
- 1917 - Karl Adolph Gjellerup, Henrik Pontoppidan
- 1918 - Enginn verðlaunahafi
- 1919 - Carl Spitteler
- 1920 - Knut Hamsun
- 1921 - Anatole France
- 1922 - Jacinto Benavente
- 1923 - William Butler Yeats
- 1924 - Wladyslaw Reymont
- 1925 - George Bernard Shaw
- 1926 - Grazia Deledda
- 1927 - Henri Bergson
- 1928 - Sigrid Undset
- 1929 - Thomas Mann
- 1930 - Sinclair Lewis
- 1931 - Erik Axel Karlfeldt
- 1932 - John Galsworthy
- 1933 - Ivan Bunin
- 1934 - Luigi Pirandello
- 1936 - Eugene O'Neill
- 1937 - Roger Martin du Gard
- 1938 - Pearl S. Buck
- 1939 - Frans Eemil Sillanpää
- 1944 - Johannes V. Jensen
- 1945 - Gabriela Mistral
- 1946 - Hermann Hesse
- 1947 - André Gide
- 1948 - T. S. Eliot
- 1949 - William Faulkner
- 1950 - Bertrand Russell
- 1951 - Pär Lagerkvist
- 1952 - François Mauriac
- 1953 - Winston Churchill
- 1954 - Ernest Hemingway
- 1955 - Halldór Laxness
- 1956 - Juan Ramón Jiménez
- 1957 - Albert Camus
- 1958 - Boris Pasternak
- 1959 - Salvatore Quasimodo
- 1960 - Saint-John Perse
- 1961 - Ivo Andrić
- 1962 - John Steinbeck
- 1963 - Giorgos Seferis
- 1964 - Jean-Paul Sartre (afþakkaði verðlaunin)
- 1965 - Míkhaíl Sholokhov
- 1966 - Shmuel Yosef Agnon, Nelly Sachs
- 1967 - Miguel Angel Asturias
- 1968 - Yasunari Kawabata
- 1969 - Samuel Beckett
- 1970 - Aleksandr Solzhenitsyn
- 1971 - Pablo Neruda
- 1972 - Heinrich Böll
- 1973 - Patrick White
- 1974 - Eyvind Johnson, Harry Martinson
- 1975 - Eugenio Montale
- 1976 - Saul Bellow
- 1977 - Vicente Aleixandre
- 1978 - Isaac Bashevis Singer
- 1979 - Odysseas Elytis
- 1980 - Czesław Miłosz
- 1981 - Elias Canetti
- 1982 - Gabriel García Márquez
- 1983 - William Golding
- 1984 - Jaroslav Seifert
- 1985 - Claude Simon
- 1986 - Wole Soyinka
- 1987 - Joseph Brodsky
- 1988 - Naguib Mahfouz
- 1989 - Camilo José Cela
- 1990 - Octavio Paz
- 1991 - Nadine Gordimer
- 1992 - Derek Walcott
- 1993 - Toni Morrison
- 1994 - Kenzaburo Oe
- 1995 - Seamus Heaney
- 1996 - Wislawa Szymborska
- 1997 - Dario Fo
- 1998 - José Saramago
- 1999 - Günter Grass
- 2000 - Gao Xingjian
- 2001 - V.S. Naipaul
- 2002 - Imre Kertész
- 2003 - J. M. Coetzee
- 2004 - Elfriede Jelinek
- 2005 - Harold Pinter
- 2006 - Orhan Pamuk
- 2007 - Doris Lessing
- 2008 - J. M. G. Le Clézio
- 2009 - Herta Müller
- 2010 - Mario Vargas Llosa
- 2011 - Tomas Tranströmer
- 2012 - Mo Yan
- 2013 - Alice Munro
- 2014 - Patrick Modiano
- 2015 - Svetlana Aleksíevítsj
- 2016 - Bob Dylan
- 2017 - Kazuo Ishiguro
- 2018 - Olga Tokarczuk (veitt 2019)
- 2019 - Peter Handke
- 2020 - Louise Glück
- 2021 - Abdulrazak Gurnah
- 2022 - Annie Ernaux
- 2023 - Jon Fosse
- 2024 - Han Kang
Eftirfarandi konur hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum: Selma Lagerlöf, Grazia Deledda, Sigrid Undset, Pearl S. Buck, Gabriela Mistral, Nelly Sachs, Toni Morrison, Nadine Gordimer, Wislawa Szymborska, Elfriede Jelinek, Doris Lessing, Herta Müller, Alice Munro, Svetlana Aleksíevítsj, Olga Tokarczuk, Louise Glück, Annie Ernaux og Han Kang. Aðrir verðlaunahafar eru karlmenn.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- http://www.nobel.se/literature/laureates/index.html Geymt 13 nóvember 2002 í Wayback Machine
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Nobel Prize in Literature“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. nóvember 2020.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ The Nobel Prize in Literature. The Nobel Prize.https://www.nobelprize.org/prizes/literature/