Feldspat
Feldspat er nafn á mikilvægum hópi bergmyndandi steinda, sem byggja upp um 60% jarðskorpunnar.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Feldspatsteindir eru ál-siliköt sem tengjast aðallega kalíum (K), natríum (Na) eða kalsíum (Ca). Kristallar eru flatir eða strendings- og kubblaga, ógegnsæir eða hálfgegnsæir með bárótt eða óslétt brotsár. Eru alsettir samsíða kleyfnissprungum og tvíburasamvöxtur algengur. Oftast hvítt eða gráhvítt á litinn. Gler-eða skelplötugljái.
- Efnasamsetning: NaAlSi3O8 - CaAl2Si2O8 og KAlSi3O8
- Kristalgerð: Mónóklín, tríklín
- Harka: 6-6½
- Eðlisþyngd: 2,61-2,76
- Kleyfni: Góð
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Feldspötum er skipt í eftirfarandi hópa:
- ortóklas, sem er kalíum-ál-silíkat
- míkróklín, sem er einnig kalíum-ál-silíkat
- plagíóklas, sem er natríum-ál-silíkat til kalsíum-ál-silíkat og er úr eftirfarandi einslöguðum kristöllum með ólíka efnasamsetningu:
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Feldspöt kristallast úr kviku, bæði í gangbergi og gosbergi. Þeir koma fyrir sem samfelldar steindir, sem bergæðar og eru einnig til staðar í mörgum gerðum myndbreytts bergs. Berg sem eingöngu er úr plagíóklas-feldspötum nefnist anortósít. Feldspöt finnast einnig í mörgum gerðum setbergs.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2