Fara í innihald

Göbekli Tepe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Göbekli Tepe eru forsögulegar fornminjar frá nýsteinöld í Anatólíu í suðaustanverðu Tyrklandi. Göbekli Tepe er ársett til 9500-8000 f.Kr[1] og samanstendur af stórum hringlanga byggingum og gríðarstórum T-laga steinsúlum sem eru elstu þekktu risasteinarnir. Margar þessara súlna eru myndskreyttar. Göbekli Tepe er 15 metra hátt, nær yfir 8 hektara og er svo kallað tell sem er manngerð hæð eða hóll sem verður til af rusli og ýmsum jarðleifum, en slíkt finnst víða annars staðar í Suðvestur-Asíu.

Árið 2018 var Göbekli Tepe bætt á Heimsminjaskrá Unesco [2].

Göbekli Tepe var byggt á því tímabili sem á ensku kallast Pre-Pottery Neolithic (PPN), sem er það tímabil nýsteinaldar áður enn menn hófu gerð leirkerja, um 9600-7000 fyrir okkar tímatal. PPN skiptist í tvo hluta - A og B og má tímasetja elstu hluta Göbekli Tepe til A-tímabilsins, 9600-8800 fyrir okkar tímatal, og yngri hluta til B-tímabilsins, 8800-7000 fyrir okkar tímatal [3].

Saga uppgraftar

[breyta | breyta frumkóða]

Göbekli Tepe vakti fyrst athygli fornleifafræðinga í könnunarleiðangri Háskólans í Istanbúl og Chicago-háskóla árið 1963. Þá hélt bandaríski fornleifafræðingurinn Peter Benedict því fram að efri hlutar hinna T-laga steinsúlna væru steinar til merkis um grafreiti. Árið 1994 ákvað þýski fornleifafræðingurinn Klaus Schmidt að endurkanna svæðið og uppgötvaði að ,,steinarnir'' væru í raun gríðarstórar steinsúlur. Landsvæðið var eign tyrkneskra bænda sem höfðu fundið forngripi á svæðinu og gefið til safns á svæðinu. Á einhverjum tímapunkti hafði verið reynt að brjóta efri hluta steinsúlnanna þar sem bændurnir héldu að um væri að ræða stóra steina[4].

Klaus Schmidt vann við Göbekli Tepe fyrir hönd Fornleifastofnunnar Þýskalands þar til hann lést árið 2014, og enn í dag vinna Háskólinn í Istanbúl, Şanlıurfa-safnið og Fornleifastofnun Þýskalands við uppgröft svæðisins[1].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Clare, Lee (2020). „Göbekli Tepe, Turkey. A brief summary of research at a new World Heritage Site (2015–2019)“. e-Forschungsberichte (enska): § 1–13. doi:10.34780/EFB.V0I2.1012. ISSN 2198-7734.
  2. Centre, UNESCO World Heritage. „Göbekli Tepe“. UNESCO World Heritage Centre (enska). Sótt 17. nóvember 2022.
  3. Trevor Watkins (ágúst 2017). „From Pleistocene to Holocene: the prehistory of southwest Asia in evolutionary context“. History and Philosophy of the Life Sciences volume. Sótt nóvember 2022.
  4. Steadman, Sharon R.; McMahon, Gregory (15. september 2011). The Oxford Handbook of Ancient Anatolia: (10,000-323 BCE) (enska). OUP USA. ISBN 978-0-19-537614-2.