Hnísa
Hnísa | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hnísa
Stærðarsamanburður við meðal mann
| ||||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Phocoena phocoena Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||||||
Útbreiðslusvæði hnísu
|
Hnísa, einnig nefnd selhnísa, (fræðiheiti: Phocoena phocoena) er sjávarspendýr af ætt tannhvala eins og höfrungar.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Hnísan er minnsti tannhvalurinn við Ísland. Fullvaxin karldýr eru tæpir tveir metrar á lengd og vega u.þ.b. 70 kg. Kvendýrin eru 1,4-1,9 m löng og vega 55-70 kg. Hnísan er dökkgrá að ofan, ljósari á síðum og hvít á kviði. Dökkar rákir eru milli bægsla og munnvika. Bakugginn er lágur, ávalur og afturhallandi. Tennurnar eru 40-60 í hvorum skolti. Hnísurnar geta orðið um 30 ár gamlar.
Fæða
[breyta | breyta frumkóða]Helsta fæða hnísu eru ýmsir smáfiskar, síli, loðna og síld. Hnísur kafa ekki eins djúpt og aðrar tegundir og er köfunartími um 2-6 mínútur. Þær synda hægt og liggja oft hreyfingalausar í yfirborði í langan tíma.Talsvert er um það að hnísur festist í fiskinetum einkum hrognkelsanetum og drepist.
Fjöldi og dreifing
[breyta | breyta frumkóða]Hnísa er minnsta hvalategundin hér við Ísland en er afar algeng. Stofninn við landið er líklega um 43 þúsund dýr.[1] Hnísur eru hópdýr þó svo að stundum megi rekast á stök dýr. Hnísur er helst að finna inni á fjörðum og flóum enda veiða þær við botninn á fremur grunnu vatni. Hnísan heldur sig aðallega í Norðurhöfum, Atlantshafi og Kyrrahafi. Kvendýr verða kynþroska 3-4 ára og fæða venjulega einn kálf á ári. Meðgöngutíminn er 10-11 mánuðir. Karldýrin verða kynþroska nokkru eldri. Hnísan var áður veidd við Ísland einkum úti af Breiðafirði og Vestfjörðum en í dag eru einungis nýtt dýr sem fyrir slysni festast í netum.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]erlendir
- ARKive - Myndir og annað efni um hnísur (Phocoena phocoena) Geymt 11 febrúar 2006 í Wayback Machine
- Whale & Dolphin Conservation Society (WDCS)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ágúst Ingi Jónsson, „Yfir 300 þúsund stórhveli í N-Atlantshafi“, Mbl.is 24. janúar 2021 (skoðað 7. október 2021).