Jeremy Corbyn
Jeremy Bernard Corbyn (f. 26. maí 1949) er breskur stjórnmálamaður og fyrrum leiðtogi Breska verkamannaflokksins. Hann var kosinn árið 2015 með tæp 60% atkvæða.[1] Corbyn lýsir sér sem lýðræðislegum sósíalista. Corbyn lét af embætti eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningum árið 2019 og Sir Keir Starmer var kjörinn til að taka við embætti hans í apríl 2020.[2]
Corbyn var vikið tímabundið úr Verkamannaflokknum haustið 2020 þegar hann var talinn gerast brotlegur vegna ummæli um Gyðinga. [3] Hann fékk inngöngu í flokkinn á ný um þremur vikum síðar.[4]
Corbyn komst ekki á kosningalista Verkamannaflokksins í þingkosningum ársins 2024. Hann bauð sig því fram óháð stjórnmálaflokkum og náði endurkjöri í kjördæmi sínu.[5]
Pólitískar áherslur
[breyta | breyta frumkóða]Corbyn hefur gagnrýnt of félagslegan ójöfnuð, fátækt og skattaundanskot. Hann vill hækka tekjuskatt á þá vellauðugu. Corbyn vill ríkisvæða á nýjan leik lestarkerfi Bretlands.
Corbyn hefur stutt félög eins og: Samstaða með Palestínu (Palestine Solidarity Campaign) , Amnesty International og baráttu gegn kjarnorkuvopnum (Campaign for Nuclear Disarmament). Corbyn var andsnúinn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og Íraksstríðinu.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Borbyn segist ekki eyða miklum peningi, eigi ekki bíl og noti reiðhjól. Hann er grænmetisæta. Hann styður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Corbyn talar spænsku reiprennandi og á mexíkanska eiginkonu og átti þar áður eiginkonu frá Chile sem hann eignaðist þrjá syni með. [6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Corbyn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins Rúv. Skoðað 25. september, 2016.
- ↑ Ólöf Ragnarsdóttir (4. apríl 2020). „Keir Starmer nýr leiðtogi Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 4. apríl 2020.
- ↑ Corbyn vikið úr VerkamannaflokknumVísir, 29. október 2020
- ↑ „Corbyn fær inngöngu í Verkamannaflokkinn á ný“. Kjarninn. 17. nóvember 2020. Sótt 18. nóvember 2020.
- ↑ Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.
- ↑ The Jeremy Corbyn Story: Profile of Labour leader BBC. Skoðað 25. september, 2016.