Fara í innihald

Jeremy Corbyn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jeremy Corbyn

Jeremy Bernard Corbyn (f. 26. maí 1949) er breskur stjórnmálamaður og fyrrum leiðtogi Breska verkamannaflokksins. Hann var kosinn árið 2015 með tæp 60% atkvæða.[1] Corbyn lýsir sér sem lýðræðislegum sósíalista. Corbyn lét af embætti eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningum árið 2019 og Sir Keir Starmer var kjörinn til að taka við embætti hans í apríl 2020.[2]

Corbyn var vikið tímabundið úr Verkamannaflokknum haustið 2020 þegar hann var talinn gerast brotlegur vegna ummæli um Gyðinga. [3] Hann fékk inngöngu í flokkinn á ný um þremur vikum síðar.[4]

Corbyn komst ekki á kosningalista Verkamannaflokksins í þingkosningum ársins 2024. Hann bauð sig því fram óháð stjórnmálaflokkum og náði endurkjöri í kjördæmi sínu.[5]

Pólitískar áherslur

[breyta | breyta frumkóða]

Corbyn hefur gagnrýnt of félagslegan ójöfnuð, fátækt og skattaundanskot. Hann vill hækka tekjuskatt á þá vellauðugu. Corbyn vill ríkisvæða á nýjan leik lestarkerfi Bretlands.

Corbyn hefur stutt félög eins og: Samstaða með Palestínu (Palestine Solidarity Campaign) , Amnesty International og baráttu gegn kjarnorkuvopnum (Campaign for Nuclear Disarmament). Corbyn var andsnúinn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og Íraksstríðinu.

Borbyn segist ekki eyða miklum peningi, eigi ekki bíl og noti reiðhjól. Hann er grænmetisæta. Hann styður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Corbyn talar spænsku reiprennandi og á mexíkanska eiginkonu og átti þar áður eiginkonu frá Chile sem hann eignaðist þrjá syni með. [6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Corbyn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins Rúv. Skoðað 25. september, 2016.
  2. Ólöf Ragnarsdóttir (4. apríl 2020). „Keir Starmer nýr leiðtogi Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 4. apríl 2020.
  3. Corbyn vikið úr VerkamannaflokknumVísir, 29. október 2020
  4. „Corbyn fær inngöngu í Verkamannaflokkinn á ný“. Kjarninn. 17. nóvember 2020. Sótt 18. nóvember 2020.
  5. Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.
  6. The Jeremy Corbyn Story: Profile of Labour leader BBC. Skoðað 25. september, 2016.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.