„20. mars“: Munur á milli breytinga
Útlit
Efni eytt Efni bætt við
m →Dáin |
|||
Lína 31: | Lína 31: | ||
* [[1990]] - [[Imelda Marcos]], ekkja fyrrum forseta Filippseyja, var leidd fyrir rétt, sökuð um mútur, fjárdrátt og fjárkúgun. |
* [[1990]] - [[Imelda Marcos]], ekkja fyrrum forseta Filippseyja, var leidd fyrir rétt, sökuð um mútur, fjárdrátt og fjárkúgun. |
||
* [[1991]] - Stysta ræða í sögu [[Alþingi]]s var flutt. Hún var svohljóðandi: „Virðulegi forseti! [[Álver]]ið rísi!“ Ræðumaður var [[Ásgeir Hannes Eiríksson]]. |
* [[1991]] - Stysta ræða í sögu [[Alþingi]]s var flutt. Hún var svohljóðandi: „Virðulegi forseti! [[Álver]]ið rísi!“ Ræðumaður var [[Ásgeir Hannes Eiríksson]]. |
||
* [[1991]] - [[Khaleda Zia]] varð forsætisráðherra Bangladess. |
|||
* [[1993]] - Tvö börn létust þegar sprengja [[Írski lýðveldisherinn|Írska lýðveldishersins]] sprakk í [[Warrington]] í Bretlandi. |
* [[1993]] - Tvö börn létust þegar sprengja [[Írski lýðveldisherinn|Írska lýðveldishersins]] sprakk í [[Warrington]] í Bretlandi. |
||
* [[1994]] - Ítalski blaðamaðurinn [[Ilaria Alpi]] og myndatökumaðurinn [[Miran Hrovatin]] voru myrt í Sómalíu. |
* [[1994]] - Ítalski blaðamaðurinn [[Ilaria Alpi]] og myndatökumaðurinn [[Miran Hrovatin]] voru myrt í Sómalíu. |
Útgáfa síðunnar 20. mars 2023 kl. 13:23
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
20. mars er 79. dagur ársins (80. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 286 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 44 f.Kr. - Júlíus Caesar var borinn til grafar.
- 1239 - Gregoríus 9. páfi bannfærði Friðrik 2., keisara hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1600 - Blóðbaðið í Linköping: Fimm aðalsmenn voru hálshöggnir í Svíþjóð.
- 1602 - Hollenska Austur-Indíafélagið var stofnað og því veitt einkaleyfi til verslunar í nýlendum Hollendinga í Asíu.
- 1691 - Uppreisn Leislers: Jacob Leisler gafst upp fyrir nýjum landstjóra í New York.
- 1759 - Friðrik 5. Danakonungur gaf út úrskurð um að byggja skyldi tugthús á Íslandi.
- 1815 - Ríkisbankadalur var tekinn upp sem gjaldmiðill á Íslandi.
- 1815 - Napóleon hélt innreið sína í París og hóf Hundrað daga stjórnartíma sinn.
- 1816 - Jóhann 6. varð konungur Portúgals og Brasilíu.
- 1848 - Casinofundurinn var haldinn í Casinoleikhúsinu í Kaupmannahöfn þar sem samþykktar voru kröfur á hendur Friðriki 7. Danakonungi.
- 1852 - Skáldsagan Kofi Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stowe kom út.
- 1861 - Jarðskjálfti lagði borgina Mendoza í Argentínu algjörlega í rúst.
- 1907 - Gufuskipið Kong Trygve ferst austur af Langanesi og með skipinu fórust 8 manns.
- 1908 - Kveikt var á núverandi Reykjanesvita.
- 1916 - Albert Einstein birti ritgerð sína um almennu afstæðiskenninguna.
- 1927 - Flutningaskipið Brúarfoss kom til landsins.
- 1939 - Þýsk sendinefnd óskaði eftir að Þjóðverjar fengju að koma upp flugbækistöð á Íslandi. Því var hafnað.
- 1952 - Friðarsamningarnir við Japan voru samþykktir í öldungadeild Bandaríkjaþings.
- 1956 - Túnis fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1969 - John Lennon og Yoko Ono giftu sig á Gíbraltar.
- 1979 - Ítalski blaðamaðurinn Mino Pecorelli var myrtur. Talið var að háttsettir stjórnmálamenn hefðu fyrirskipað morðið. Giulio Andreotti var dæmdur fyrir morðið í undirrétti árið 2002 en sýknaður í áfrýjunarrétti árið eftir.
- 1979 - Sænski leyniþjónustumaðurinn Stig Bergling var handtekinn í Ísrael grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin og framseldur til Svíþjóðar.
- 1982 - Fokkerflugvél með ónýtan hreyfil og laskaðan hjólabúnað nauðlenti á Keflavíkurflugvelli eftir að sprenging varð í hreyflinum skömmu eftir flugtak á Ísafirði. Engin slys urðu á fólki.
- 1986 - Ítalski bankamaðurinn Michele Sindona lést úr blásýrueitrun eftir að hafa drukkið eitrað kaffi í fangelsi.
- 1990 - Hundrað bílar lentu í árekstrum í Reykjavík vegna blindbylja sem gengu yfir.
- 1990 - Imelda Marcos, ekkja fyrrum forseta Filippseyja, var leidd fyrir rétt, sökuð um mútur, fjárdrátt og fjárkúgun.
- 1991 - Stysta ræða í sögu Alþingis var flutt. Hún var svohljóðandi: „Virðulegi forseti! Álverið rísi!“ Ræðumaður var Ásgeir Hannes Eiríksson.
- 1991 - Khaleda Zia varð forsætisráðherra Bangladess.
- 1993 - Tvö börn létust þegar sprengja Írska lýðveldishersins sprakk í Warrington í Bretlandi.
- 1994 - Ítalski blaðamaðurinn Ilaria Alpi og myndatökumaðurinn Miran Hrovatin voru myrt í Sómalíu.
- 1995 - Hryðjuverkasamtökin Aum Shinrikyo slepptu saríngasi í 5 neðanjarðarlestar Tókýó með þeim afleiðingum að 12 létust og 5.500 særðust.
- 1996 - Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti að kúariða hefði að öllum líkindum borist í menn.
- 2000 - Jamil Abdullah Al-Amin, fyrrum meðlimur Svörtu hlébarðanna, var handtekinn eftir skotbardaga sem leiddi til dauða eins lögreglumanns.
- 2002 - Breska vefútvarpið Last.fm var stofnað.
- 2003 - Íraksstríðið: Hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Póllandi réðust inn í Írak.
- 2003 - Staðlaráð Íslands var stofnað.
- 2010 - Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi.
- 2013 - Kvikmyndin Queen of Montreuil var frumsýnd í Frakklandi.
- 2015 - Almyrkvi á sólu gekk yfir Atlantshaf, Færeyjar, Svalbarða og Norðurslóðir og sást mjög vel á Íslandi.
Fædd
- 43. f.Kr. - Publius Ovidius Naso (Óvíð), rómverskt skáld (17 e.Kr.).
- 1142 - Melkólfur 4., konungur Skotlands (d. 1165).
- 1634 - Balthasar Bekker, hollenskur heimspekingur (d. 1698).
- 1736 - Rama 1. konungur Síams (d. 1809).
- 1811 - Napóleon 2., sonur Napóleons Bónaparte (d. 1832).
- 1828 - Henrik Ibsen, norskt leikskáld (d. 1906)
- 1850 - Jón Ólafsson, íslenskur blaðamaður , ritstjóri og alþingismaður (d. 1916).
- 1870 - Paul von Lettow-Vorbeck, þýskur hershöfðingi (d. 1964)
- 1904 - Burrhus Frederic Skinner, bandarískur sálfræðingur (d. 1990).
- 1917 - Vera Lynn, ensk songkona (d. 2020).
- 1918 - Björn Þorsteinsson, íslenskur sagnfræðingur (d. 1986).
- 1922 - Carl Reiner, bandarískur leikari, grínisti og leikstjóri (d. 2020).
- 1939 - Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada.
- 1940 - Valgarður Egilsson, íslenskur læknir og rithöfundur.
- 1948 - John de Lancie, bandarískur leikari.
- 1953 - Gísli Rúnar Jónsson, íslenskur leikari (d. 2020).
- 1957 - Spike Lee, bandarískur leikstjóri.
- 1958 - Holly Hunter, bandarísk leikkona.
- 1969 - Gísli Rafn Ólafsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1976 - Chester Bennington, bandariskur tónlistarmaður (d. 2017).
- 1983 - Eiji Kawashima, japanskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Fernando Torres, spænskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Þormóður Eiríksson, íslenskur laga- og textahöfundur.
Dáin
- 1393 - Jóhann Nepomuk, tékkneskur dýrlingur (f. um 1345).
- 1413 - Hinrik 4. Englandskonungur (f. 1367).
- 1610 - Anna María Vasa, dóttir Gústafs Vasa (f. 1545).
- 1619 - Matthías keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1557).
- 1688 - Nicolas Mignard, franskur listmálari (f. 1606).
- 1850 - Adam Gottlob Oehlenschläger, danskt skáld (f. 1779).
- 1877 - Páll Pálsson, amtsskrifari á Stapa (f. 1806).
- 1894 - Lajos Kossuth, ungverskur stjórnmálamaður (f. 1802).
- 1916 - Ota Benga, kongóskur þræll (f. 1883).
- 1935 - Jón Þorláksson, verkfræðingur, borgarstjóri og ráðherra (f. 1877).
- 2004 - Júlíana Hollandsdrottning (f. 1909).
- 2019 - Mary Warnock, breskur heimspekingur (f. 1924).
- 2020 - Kenny Rogers, bandarískur söngvari (f. 1938).